11.5.2009 kl. 13:43

Spurning: Hvort myndi maður frekar vilja búa sem almennur maður í austanverðu Þýskalandi á miðöldum undir lénsskipulagi eða á árunum 1949-1989 undir Stasi-eftirlits-kommúnisma Ulbrichts, Höneckers und alles?


22 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Aðalsteinn | 11.5.2009 kl. 15:45
Aðalsteinn

Hmm... væntanlega undir Stasi-eftirlits-kommúnisma, ekki af því að þeir hafi gert svo góða hluti, heldur af því að þessi fjörutíu ár nægðu þeim ekki til þess að færa Austur-Þýskaland aftur á miðaldir.

Sveinbjörn | 11.5.2009 kl. 16:03
Sveinbjörn

Þetta er nú væntanlega aðeins flóknara en svo: eins og ég sé þetta, þá er er þetta spurning um hvort vosbúð og ömurleiki miðalda sé verri heldur en líf í lögregluríki, undir stöðugu eftirliti, þar sem allur metnaður og tilraun til betrumbóta er horfinn, ásamt sjálfri baráttunni fyrir lífsviðurværi.

Efnisleg lífsgæði voru væntanlega mun betri í Austur-Þýskalandi, en það þýðir hins vegar ekki nauðsynlega að lífsgæði í heildina hafi verið betri.

Aðalsteinn | 11.5.2009 kl. 16:12
Aðalsteinn

Ja, ég geri ráð fyrir að í Austur-Þýskalandi hafi verið hægt að finna metnaði sínum farveg og öðlast nokkra lífsfyllingu, t.d. í eftirlitsgeiranum. En eins og þú setur þetta upp þá held ég að ég myndi velja miðaldir.

Sveinbjörn | 11.5.2009 kl. 16:19
Sveinbjörn

Vafalaust hefur það verið mögulegt -- þá sérstaklega fyrir þá sem drukku "the Kool-Aid" og voru fanatískir kommúnistar. Þeir hafa væntanlega getað sannfært sjálfa sig (eða gátu þeir það?) um að þeir byggju í sósíalískri paradís.

En fyrir þorra fólks held ég að þetta hafi verið alveg agalegt -- fátt sem drepur mannsandann eins og að vera fastur í sama stað og geta ekkert gert. Alkóhólisminn og sjálfsmorðin staðfesta þetta.

Arnaldur | 11.5.2009 kl. 16:17
Arnaldur

DDR hiklaust!

Sveinbjörn | 11.5.2009 kl. 16:19
Sveinbjörn

Rökstuddu mál þitt. Ég vil vita af hverju.

Arnaldur | 12.5.2009 kl. 09:14
Arnaldur

Þeir voru með svo kúl lógó maður.

Sigurgeir Þór | 11.5.2009 kl. 17:59
Sigurgeir Þór

DDR, maður gæti flúið yfir landamærin, maður getur ekki flúið fram í tímann.

Sveinbjörn | 11.5.2009 kl. 18:51
Sveinbjörn

Þetta er nú hálfgert svindl, og missir alveg af punktinum með spurningunni. Þá gæti maður alveg eins sagt að það væri betra að vera langlífur, heilsuhraustur konungur á miðöldum.

Þórir Hrafn | 11.5.2009 kl. 22:06
Þórir Hrafn

DDR klárlega.

Ég held að þú vanmetir stórkostlega mikið hversu mikil áhrif efnisleg gæði hafa á lífsgæði.

Nútímamaðurinn ætti mjög erfitt með að umbera það að fara verulega aftur í tímann að þessu leiti. Svo við tölum nú ekki um það að viðkomandi yrði hluti af lágstéttunum.

Nei, ég held að þeir sem svari þessari spurningu þannig að þeir vildu frekar búa á miðöldum, séu ekki alveg heiðarlegir með það hversu háðir þeir eru hinum efnsilegu gæðum nútímans.

Besides, ég mundi frekar umbera hugmyndafræðilega kúgun kommúnistanna, heldur en hina hugmyndafræðilegu kúgun kirkjunnar og eftirlitskerfi nærsamfélagsins og stórfjölskyldunar sem viðgekst á miðöldum.

Sveinbjörn | 12.5.2009 kl. 02:48
Sveinbjörn

Þórir kemur inn sterkur. Væri til í að heyra mótrök

Gunni | 12.5.2009 kl. 08:52
Gunni

Gallinn við miðaldir vs. DDR er að þú deyrð að öllum líkindum mörgum áratugum fyrr. Kosturinn við miðaldir vs. DDR er aftur á móti að þú deyrð að öllum líkindum mörgum áratugum fyrr.

Sveinbjörn | 12.5.2009 kl. 23:13
Sveinbjörn

Mjög gunnískt perspektív

Aðalsteinn | 12.5.2009 kl. 10:06
Aðalsteinn

Ég er alveg hættur að skilja þetta?

Ertu að spyrja hvort við sem nútímamenn myndum frekar vilja fara í DDR eða miðaldir? Það er allt önnur spurning. Auðvitað skiptir það höfuðmáli hverju maður er vanur fyrirfram.

Nú, ef við komumst að þeirri niðurstöðu að miðaldir hafi verið jafnmikið eftirlitssamfélag og DDR, hvaða gildi hefur þá spurningin yfirhöfuð? Þú varst væntanlega að spyrja um það hvort maður vildi 1) frelsi án efnislegra gæða eða 2) efnisleg gæði án frelsis?

Eða vildirðu afla þér heimilda um líf fólks á miðöldum og í DDR?

Sindri | 12.5.2009 kl. 11:24
Sindri

Þetta fer náttúrlega allt eftir þeim forsendum sem þú gefur þér.

Við getum litið á þetta sem svo að þetta sé svipað því og að spyrja indverska lágstéttarstúlku hvort hún myndi vilja búa í fátækrahverfinu áfram með lítil sem engin lífsgæði en ef til vill aðeins meira frelsi eða hvort hún myndi vilja giftast gangsternum sem stjórnar hverfinu og þjónusta hann þegar náttúran kallar, þið þekkið söguna.

Maður gæti alveg spilað leikinn og þóst vera gallharður kommúnisti (svipað og að hóra sig út fyrir gangsterinn) og lifað sæmilegu lífi í DDR þrátt fyrir nokkra snuðrandi Stasí-gæja. Þ.e.a.s. bara lifa lífinu eins og bæld eiginkona sem má ekki hafa neinar sjálfstæðar skoðanir.

Ef við gerum ráð fyrir að lénsherrann hirði bara skatt af þér og er ekkert að skipta sér meira af þínu lífi, þá myndi ég kjósa fremur að deyja sem skattpíndur bóndi sem fengi þá allvega að gera það sem hann vildi í frítima sínum, t.d. skrifa róttæk leikrit í fjósinu, án þess að eiga hættu á að verða tekinn úr umferð. Frelsið framar öllu!

Sveinbjörn | 12.5.2009 kl. 23:14
Sveinbjörn

Það er náttúrulega spurning hvers konar tækifæri meðal lénsþegninn hafði til að læra að lesa/skrifa, hvað þá penna leikrit í fjósinu ;)

Sindri | 13.5.2009 kl. 16:27
Sindri

Hehe, já ég bara gaf mér það. Þetta er allt spurning um forsendur sjáðu til. Hann hefði alveg eins getað fæðst inn í miðstéttarfjölskyldu og stundað arðsama kaupmennsku.

En án gríns þá hugsa ég að ef við lítum á hinn almenna þegn á þessum tíma, bóndadurg, þá var frelsi hans mjög takmarkað og vinnuálag mikið sem og lífslíkurnar mjög lágar. DDR er skárri kostur því þar gastu spilað leikinn og lifað sæmilegu lífi.

Steinn | 12.5.2009 kl. 13:04
Steinn

Lénsherrann hirti ekki bara skatt af þegnum sínum, heldur voru þegnarnir skyldugir til að sjá um ýmsa þjónustu fyrir lénsherrann, svo sem að plægja akra hans og meira eða minna sjá um allt sem tengist landbúnaði á einkajörðum hans.

Meðalaldur á miðöldum var mjög lágur, ekki bara sökum þess að ekki voru til þær lækningar á sjúkdómum og sýkingum og eru nú til dags, heldur vegna þess að stríð voru mjög algeng á miðöldum, sem og á öllum öðrum öldum. Ef þú varst svo óheppinn að lenda vitlausu megin í stríði og tapaðir, þá fóru sigurvegarnarnir og stálu, drápu og nauðguðu öllu sem á vegi þeirra varð, til eru dæmi um heili borgirnar sem voru myrtar þegar átti að safna herfeng og skemmta sér.

Auðgunarbrot og morð voru nokkuð tíð og líkurnar á því að einhver yrði nappaður fyrir það, hvað þá hinn seki, voru litlar. Oft voru lénsherrarnir sjálfir með riddara á sínu bandi sem fóru um og rændu af lítilmagnanum og ef þeir voru í góðu stuði myrtu þá, vita skuld var þetta stundað í nágrannaléni.

Ég held að ég velji DDR.

Sveinbjörn | 13.5.2009 kl. 16:33
Sveinbjörn

Mér heyrist vera almenn samstaða um að DDR sé skárri kosturinn.

Grétar | 14.5.2009 kl. 09:19
Grétar

Ég held að fólk sé að gefa DDR of mikinn séns, kommúnismi var stórhættulegur hlutur, eins og HHG mun eloquently sýna okkur.

http://www.rannis.is/forsida/frettir/nr/1839/">http://www.rannis.is/forsida/frettir/nr/1839/

Eiki | 14.5.2009 kl. 15:40
Eiki

Hvernig er það, leysist maður ekki upp í rökfræðireykský ef maður fær styrk til að skrifa bók um hvað það er slæmt að fólk sé á sósjalnum? Só-Sjallanum.

Nema bókin auðvitað seljist í milljónum eintaka. Hver veit?

Sveinbjörn | 14.5.2009 kl. 17:51
Sveinbjörn

Ég er viss um að Hannes muni nálgast efnið á hlutlausan og professional hátt ;)