10.5.2009 kl. 09:44

Fyrir nokkrum árum skrifaði ég stutta færslu um hversu ömurlegt mér þætti þegar fólk notar upphrópunarmerki.

Mér þótti þ.a.l. þessi grein vera afskaplega áhugaverð -- þá sérstaklega þær rannsóknir sem benda til að konur noti upphrópunarmerki í mun meiri mæli en karlar.


13 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Eiki | 11.5.2009 kl. 09:56
Eiki

Hvernig sigrast skal á greinamerkjum:

'Here is a lesson in creative writing. First rule: Do not use semicolons. They are transvestite hermaphrodites representing absolutely nothing. All they do is show you've been to college.'
-Kurt Vonnegut

Þú getur kannski barið saman sambærilega málsgrein um upphrópanir.

Aðalsteinn | 11.5.2009 kl. 11:21
Aðalsteinn

Sveinbjörn is funless and fastidious.

Aðalsteinn | 11.5.2009 kl. 13:18
Aðalsteinn

Ég mundi nú ekki eftir þessari grein þinni, Sveinbjörn.

Upphrópunarmerki eru óþörf nema í mjög afmörkuðum tilfellum. Fleiri en eitt upphrópunarmerki er auðvitað fáránlegt.

En mér fannst þessi dæmi þín ekki góð. Húnadæmið sýndi, að mínu mati, eðlilega notkun á upphrópunarmerki. Varíantarnir sem þú komst með voru allt öðruvísi setningar.

Hið sama má segja um moskítódæmið. Þar fór betur á að skástrika. En það að stundum fari betur á að gera eitthvað annað þýðir ekki að upphrópunarmerki séu alltaf vond.

hvað áttu við með að það sé " important to maintain the impression of cold, clinical detachment and rational, prudent evaluation" ef maður er fræðimaður eða blaðamaður? Ég hef lesið nóg af textum eftir fólk sem blandar því saman að nálgast efnið sitt á alvarlegan hátt og vera hnyttið og skemmtilegt.

Ég held að þetta falli undir pedantisma hjá þér.

, þá er ég

Sveinbjörn | 11.5.2009 kl. 13:35
Sveinbjörn

Mér finnst ekkert athugavert við að nota upphrópunarmerki í "samræðum" t.d. bréfaskriftum, instant messaging o.s.fv. En annað gildir ef maður er að skrifa bók þar sem maður fjallar á fræðilegan eða fagmannlegan hátt um efnið sitt. Sjaldgæft að upphrópunarmerki geri texta hnyttin og skemmtilegan.

Aðalsteinn | 11.5.2009 kl. 15:41
Aðalsteinn

Þú gafst í skyn í greinarkorninu þínu að öll hnyttni og skemmtilegheit í fagmannlegri fræðimennsku væri óviðeigandi.

Ég sagði ekki að upphrópunarmerki væru hnyttin eða skemmtileg. En ég held að þau geti þjónað sama tilgangi og til dæmis að skáletra eitt ákveðið orð. Skáletrunin gefur til kynna að það sé sérstök áhersla á ákveðnu orði. Upphrópunarmerkið gefur til kynna að setningin sem heild hafi ákveðna áherslu. Og það getur átt við í fræðilegum og fagmannlegum texta.

Sveinbjörn | 11.5.2009 kl. 16:06
Sveinbjörn

Já, vissulega, en mér finnst alltaf eitthvað naívt og asnalegt við setningar með upphrópunarmerki í "alvöru" texta.

Aðalsteinn | 11.5.2009 kl. 16:13
Aðalsteinn

Um smekk er ekki deilanda.

Sveinbjörn | 11.5.2009 kl. 16:16
Sveinbjörn

Það hefur þó ekki staðið í vegi fyrir því að menn geri það óspart.

Aðalsteinn | 11.5.2009 kl. 13:18
Aðalsteinn

- þá er ég :)

Arnaldur | 11.5.2009 kl. 16:12
Arnaldur

Hvað þykist þú eiginlega vera Aðalsteinn?

Sveinbjörn | 11.5.2009 kl. 16:14
Sveinbjörn

Já, hver ERTU, Aðalsteinn?

(skrifað í von um að koma af stað tilvistarkreppu og lífsangist)

Grétar | 14.5.2009 kl. 09:24
Grétar

Ég held líka að beiting upphrópunarmerkja í fræðitexta sé mismunandi eftir fræðigreinum. Í stærðfræðitexta sér maður einstaka sinnum upphrópunarmerki til þess eins að benda á að einhver uppgötvun hafi komið mönnum á óvart. En það getur enginn sakað stærðfræðinga um að vera ekki "cold, clinical og detached".

Sveinbjörn | 14.5.2009 kl. 17:47
Sveinbjörn

Tjah, það eru nú til ýmsir hothead stærðfræðingar, eins og t.d. http://en.wikipedia.org/wiki/William_Kingdon_Clifford">William Kingdon Clifford.