27.4.2009 kl. 21:20

Jæja, þá eru Bretarnir búnir að fá í gegn nasistalög svipuð þeim sem íslenska ríkið setti á fyrir nokkrum árum.

Stórmerkilegt að landið sem gat af sér líberalisma skuli nú vera eitt helsta stórabróðursríkið í heiminum: CCTV myndavélar alls staðar, uppbygging á genetískum og bíómetrískum gagnagrunni, geymsla á gögnum um netnotkun borgara og glæsilegar tilraunir til þess að afnema habeas corpus.


7 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 28.4.2009 kl. 09:04
Sindri

Þetta er ískyggileg þróun.

En hvernig ætli þetta þróist á Íslandi núna? Ætli Steingrímur fari ekki fljótlega að koma á fót netlöggunni?

Sveinbjorn | 28.4.2009 kl. 15:53
Sveinbjorn

Það þarf svosem ekkert neinar netlöggur þegar öll netnotkun íslendinga er þegar skráð og aðgengileg lögreglunni án dómsúrskurðar.

Sindri | 28.4.2009 kl. 09:59
Sindri

Ég held samt að það þurfi dálítið mikið til ef ég á að fara stunda svona mótmæli:

http://visir.is/article/20090427/FRETTIR01/392634600">http://visir.is/article/20090427/FRETTIR01/392634600

Þetta er alveg ótrúlegur andskoti.

Sveinbjorn | 28.4.2009 kl. 15:54
Sveinbjorn

Ég hló mig vitlausan yfir þessu. Skeinandi sér með atkvæðinu! Well, það fór allavega ekki til Sjallanna.

Grímur | 29.4.2009 kl. 10:52
Grímur

Mnja, stendur nokkurs staðar hvað varð um atkvæðið? Segir nokkuð í kosningalögum um að maður verði að merkja með blýanti? Getur ekki vel verið að það hafi bara vantað skriffæri í kjörklefann og því hafi grey manneskjan gripið til þessa örþrifaráðs til að geta greitt atkvæði? Þá er ekkert útilokað að Sjálfstæðisflokkurinn hafi notið góðs af hugmyndaauðginni...

Sindri | 29.4.2009 kl. 14:58
Sindri

Hún virtist merkja við alla flokka með bleki sínu og strika yfir þingmenn úr fleiri en einum flokki. Þetta er því kolólöglegur seðill.

Sveinbjörn | 29.4.2009 kl. 15:00
Sveinbjörn

Þvílík synd að þetta var ógilt atkvæði. Væri magnað ef einhver Íslendingur hefði bókstaflega kosið með rassgatinu. Það væri svona næsta skrefið á eftir því að hugsa með typpinu.