26.4.2009 kl. 21:08

Í þynnkunni í dag horfði ég aftur á kvikmynd sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því að ég fyrst sá hana 10 ára gamall. Ég er auðvitað að tala um Paul Verhoeven meistarastykkið Total Recall, sennilega bestu mynd Arnolds Schwarzeneggers.

Ég var alveg búinn að gleyma því hversu frábær þessi mynd er. Hún er brilljant, sennilega ein besta sci-fi aksjón mynd allra tíma.

Hún kynnti mig síðan líka fyrir enskum orðum eins og "paranoid delusion" og "lobotomised."

total recall

5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 27.4.2009 kl. 14:46
Sindri

Arnold er bestur og ég sakna hans. Þessi mynd var í miklu uppáhaldi hjá mér á mínum yngri árum. Ég myndi samt ekki segja að hún sé sú besta sem hann hefur gert.

Annars er að koma ný mynd á næsta ári sem nefnist "The Expendables". Sjáðu "castið". Ef allir þessir leikarar verða í henni þá verður þetta geðveik mynd.

http://www.imdb.com/title/tt1320253/">http://www.imdb.com/title/tt1320253/

Sveinbjörn | 27.4.2009 kl. 20:58
Sveinbjörn

Lítur spennandi út. Dolph er þarna, hef ekki séð hann í mynd lengi.

En já, það er rétt hjá þér, Total Recall er sennilega ekki besta Arnold myndin. Það hlýtur að vera The Predator. Btw, varstu búinn að sjá http://www.youtube.com/watch?v=ovi-djkUgd0">Predator rappið?

Arnaldur | 30.4.2009 kl. 18:46
Arnaldur

Þetta lofar of góðu. Af hverju er ekki löngu búið að gera þessa mynd?

Sigurgeir Þór | 2.5.2009 kl. 17:07
Sigurgeir Þór

Ég sakna samt Steven Seagal og úr cast-inu.

Sindri | 2.5.2009 kl. 23:03
Sindri

Sammála. "Muscles from Brussels" Van Damme hefði mátt vera þarna líka, þó hann hafi aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér.