22.4.2009 kl. 19:03

Í Bretlandi tekur 5 daga að breyta heimilisfanginu sínu hjá bankanum.

Í Bretlandi tekur 2-3 daga að kassja einum tjekka.

Í Bretlandi tekur 2 daga að flytja peninga frá einum reikningi yfir á annan í öðrum banka, og kostar nokkur pund.

Í Bretlandi eru netbankarnir pakkaðir af auglýsingum.

Í Bretlandi er ekki hægt að borga reikningana sína á netinu.

Og síðan kvörtum við yfir bönkunum okkar. Þeir gáfu okkur allavega almennilega þjónustu þótt allt hafi farið á hausinn.


10 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Einar Örn | 22.4.2009 kl. 22:27
Einar Örn

Veit ekki hjá hvaða banka þú ert, en liðir 3-5 eiga sannarlega ekki við um minn banka.

Sveinbjörn | 22.4.2009 kl. 22:35
Sveinbjörn

Er hjá NatWest, skítabanki. En hvernig er það, þarftu ekki að bíða í 2 daga eftir að millifærslur yfir á reikninga í öðrum bönkum kikki inn? Ef ekki, hvernig í andskotanum stendur á því að ég þarf að gera það? Svona hlutir hljóta að vera standardíseraðir, right? Annars, af hverju ætti nokkur maður að vilja díla við NatWest?

Einar Örn | 23.4.2009 kl. 11:54
Einar Örn

Ég millifærði t.d. úr mínum banka (HSBC) yfir í Barclays, það tók einhverjar mínútur að poppa upp í netbankanum hinum megin.

Sveinbjörn | 23.4.2009 kl. 22:50
Sveinbjörn

Það er greinilega eitthvað rotið við bankan minn. Ætla að bitcha í þeim næst þegar ég díla við þá.

Doddi | 25.4.2009 kl. 12:41
Doddi

Það er eitthvað rotið í Danaveldi.

Sveinbjörn | 25.4.2009 kl. 14:47
Sveinbjörn

Fyrst þú minnist á það, þá eru danskir bankar frekar steiktir. Ég man að ég og Naldó vorum alltaf að lenda í vandræðum með að helvítis hraðbankarnir hættu margir hverjir að virka eftir miðnætti, sem er ekki gaman þegar maður er fullur niðri í Nyhavn og vantar pening til að drekka meira.

Doddi | 23.4.2009 kl. 10:41
Doddi

Er Nat West ekki einhver rappari?

Sveinbjörn | 23.4.2009 kl. 17:52
Sveinbjörn

Jú, alveg rétt. Nathaniel West(side), bad ass gangsta með bling bling.

Eiki | 23.4.2009 kl. 20:30
Eiki

Crackovia is Wachovia

Aðalsteinn | 24.4.2009 kl. 09:23
Aðalsteinn

Tillaga að íslensku heiti fyrir 'banco'(Jón Ólafsson úr Grunnavík): Fjárdráttarælandi og sig á sinni uppsölu síalandi.