24.3.2009 kl. 18:31

Ég ákvað að vera snemma í því og fór í dag og kaus til alþingiskosninga á íslensku ræðismannaskrifstofunni í Edinborg. Því fylgdi furðumikil pappírsvinna, og ofan á allt saman, þá þurfti ég að borga fyrir sendingarkostnað kjörseðilsins sjálfur. Hversu lélegt er það?

Og hvað í andskotanum er "póstumdæmi"? Þann reit skildi ég eftir auðann.


13 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Halldór Eldjárn | 24.3.2009 kl. 19:33
Halldór Eldjárn

Póstumdæmi! Skilurðu það ekki drengur? Hvar ólst þú eiginlega upp?

Póstumdæmi er sjálfsögðu umdæmið með póstinum þínum í!

Pufff …

Gunni | 24.3.2009 kl. 20:24
Gunni

Póstumdæmi held ég að sé fyrir fólk sem er ekki einusinni í almennilegri mannabyggð heldur fær póstinn sinn sendan á næsta byggilega reit. Einhverjir bóndabæir og skúrar uppi á heiði eru t.d. hluti af póstumdæmi byggðalaga sem eru aðeins meira reasonably staðsett. Semsagt, ef "sveitarfélag" á ekki einusinni lengur við.

Or maybe I totally misunderstood.

Sveinbjörn | 25.3.2009 kl. 17:24
Sveinbjörn

Þetta er alls ekki vitlaus tilgáta hjá þér. En hvert er þá póstumdæmi Reykjavíkur? Er það n/a?

Arnaldur | 25.3.2009 kl. 14:10
Arnaldur

Mér hefur alltaf fundist með ólíkindum að maður þurfi sjálfur að standa straum af kostnaðinum við að senda kjörgögnin heim.

Ef ríkið á að vera með puttana í einhverju, þá á það að geta í það minnsta höndlað eigin kosningar. Af hverju erum við annars að halda úti þessum sendiráðum?

Sveinbjörn | 25.3.2009 kl. 17:23
Sveinbjörn

Já, heyr heyr. En reyndar mætti færa rök fyrir því að það sé ekki gott að treysta embættismönnum ríkisins -- þ.e.a.s. í sendiráðum -- fyrir því að koma atkvæðunum til skila, án nokkurs eftirlits...

Aðalsteinn | 26.3.2009 kl. 00:22
Aðalsteinn

Þegar ég kaus í Heineken verksmiðjunni í Pétursborg var þetta alltaf sent fyrir mig... vona ég.

Sveinbjorn | 26.3.2009 kl. 11:08
Sveinbjorn

Ætli það hafi ekki bara verið courtesy af Björgúlfsfeðgum?

Þórir Hrafn | 26.3.2009 kl. 22:37
Þórir Hrafn

Alla tókst sumsé að láta ríkið borga þetta á endanum.

Aðalsteinn | 26.3.2009 kl. 23:59
Aðalsteinn

Nei, ætli einhverjir hollendingar hafi ekki borgað þetta.

Aðalsteinn | 26.3.2009 kl. 18:46
Aðalsteinn

Já, svoddan höfðingjar.

Grétar | 9.4.2009 kl. 01:13
Grétar

Það er ekki séns að ég kjósi ef ég þarf að borga sendingarkostnaðinn.

Sveinbjörn | 9.4.2009 kl. 19:52
Sveinbjörn

Það er nú bara 50 p fyrir frímerkið.

Grétar | 10.4.2009 kl. 14:58
Grétar

It's a matter of principle!