4.3.2009 kl. 03:56

Mér þykir afar merkilegt að Morgunblaðið skuli oft nota eftirfarandi mynd við fréttir þar sem Steingrímur J. Sigfússon kemur að máli:

Steingrimur
Mbl.is/ Kristinn

Hvað sem mönnum kann að finnast um pólitík, fas eða útlit Steingríms þá er þetta óneitanlega alveg óvenjulega og óeðlilega "unflattering" mynd. Hann líkist þarna einna helst Ríkarði III englandskonungi í samnefndu leikriti Shakespeares -- kroppinbakur með ill áform, "rudely stamp'd .. deformed, unfinish'd."

Er þetta ekki klár hlutdrægni af hálfu Morgunblaðsins?


18 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Arnaldur | 4.3.2009 kl. 10:02
Arnaldur

Þetta er mjög vafasöm mynd maður. Það þyrfti eiginlega að fótósjoppa drakúlaskikkju á hann til að fullkomna gjörninginn. Guðbjartur getur verið Igor eða Frankenstein.

Grímur | 4.3.2009 kl. 11:11
Grímur

Horn og hala! Það má líka mjög auðveldlega koma þríforki fyrir í hendinni, þá er myndin fullkomnuð.

Halldór Eldjárn | 4.3.2009 kl. 15:55
Halldór Eldjárn

Hann líkist reyndar dáldið Georgi Bjarnfreðarsyni á þessari mynd!

Sveinbjorn | 4.3.2009 kl. 17:58
Sveinbjorn

Engin gleraugu og ekkert Lenínskegg

Halldór Eldjárn | 4.3.2009 kl. 19:55
Halldór Eldjárn

Jæja, þeir eru búnir að skipta um mynd. Þeir lesa greinilega síðuna þína :D

http://mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/03/04/steingrimur_j_efstur_i_na/

Gunni | 5.3.2009 kl. 22:08
Gunni

Mér finnst að meira ætti að gera úr Hitleri spámanni! Enda ekki alvara!

Steinn | 6.3.2009 kl. 08:35
Steinn

Það er greinilega smá Sarkozy í puttunum hans Steingríms.

Gunni | 6.3.2009 kl. 12:12
Gunni

Steingrímur er oft soldið líkur Georgi... eða vice versa: http://105.is/olafur.jpg">http://105.is/olafur.jpg

Sveinbjörn | 6.3.2009 kl. 16:49
Sveinbjörn

Mér finnst þeir eiginlega bara ekki neitt líkir að skallanum undanskildum.

Gunni | 6.3.2009 kl. 20:56
Gunni

Listen to them talk and tell me that...

Arnaldur | 7.3.2009 kl. 16:54
Arnaldur

Ég er ekki að kaupa þetta bull í þér Gunni. Þeir eiga ekkert sameiginlegt fyrir utan skallan.

Gunni | 8.3.2009 kl. 16:00
Gunni

Já, það er reyndar bara skallinn... og rauða hárið, og stjórnmálaskoðanirnar og talandinn og skeggið og norðurlandaobsessjonið og landsbyggðafetishisminn og umhverfismálin og feminisminn. Að öðru leiti eru þeir svart og hvítt ;)

Sveinbjörn | 8.3.2009 kl. 16:03
Sveinbjörn

Steingrímur er held ég enginn aðdáandi Mao Zedong, hvað sem pólitískir andstæðingar hans kunna að segja...

Gunni | 9.3.2009 kl. 01:27
Gunni

It's all in good fun on my part Sveinbjörn, en hann átti nú örugglega eitthvað þannig tímabil eins og flestir sem voru ungir og rauðir á ákveðnum tíma ;)

Sveinbjörn | 10.3.2009 kl. 20:52
Sveinbjörn

I recall a certain Mr. Gunni as a particularly violent hue of crimson at one point ;)

Grétar | 10.3.2009 kl. 20:49
Grétar

Hann er eins og spæjari að tala í úrið sitt.

Sveinbjörn | 10.3.2009 kl. 20:53
Sveinbjörn

"Echo Base, this is Desert Whale, copy?"