24.2.2009 kl. 22:59

Var að enda við að horfa á viðtalið við Davíð. Ég varð gripinn hálfgerðri ógleði yfir því hversu skammarlega vel hann kom út úr því og varð hugsað til Móðurinnar eftir Gorký: hér er svo sannarlega á ferð baráttumaður alþýðunnar, ofsóttur af illum yfirvöldum. Ég felldi næstum tár þegar Davíð lét í ljós áhyggjur sínar um hag heimilana í landinu og hagsmuni litla mannsins, sem hann hefur gætt svo vandlega og samviskusamlega öll þessi ár.

Hann er alveg ótrúlega sleipur þessi maður...


13 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 25.2.2009 kl. 00:26
Sindri

Hann er alveg magnaður og með alltof mikinn sannfæringarkraft. Maður heyrir fólk hrópa húrra yfir því að "kóngurinn" sé kominn aftur. Hann nær að svara vel fyrir sig og er meistari í að snúa út úr. Ég skil ekkert í RÚV að nota Sigmar aftur í hlutverki spyrils. Hann á ekkert í Davíð. Það þarf einhvern nagla sem lætur ekki pakka sér saman eins og lítilli stelpu.

Þetta sem hann sagði undir lokin fannst mér svakalegt. Síðan hvenær hefur hann verið málsvari litla mannsins?

En það er svo sem eitthvað til í sumu sem hann sagði en líka auðvelt að gagnrýna margt. Hann er ekki alveg svona saklaus...

Arnaldur | 25.2.2009 kl. 11:31
Arnaldur

Hann valtaði svo feitt yfir Sigmar að það var grátbroslegt að fylgjast með. Gaurinn basically bannaði Sigmari að spyrja gagnrýnna spurninga, undir því yfirskini að þær væru persónuárásir, og sat svo restina af viðtalinu og rétti sinn hlut.

Svo fannst mér alveg útúr steikt þegar hann fór að víbra og táraðist næstum því þegar hann talaði um hvernig þyrfti að styðja við litla manninn.

Krókódílatár.

Mér finnst að það ætti að senda Sveinbjörn, a.k.a. Dr. Destructo, á hann.

Sindri | 25.2.2009 kl. 13:31
Sindri

Haha, já þetta var svo gervilegt eitthvað. Dr. Destructo á hann núna!

Sindri | 25.2.2009 kl. 00:34
Sindri

...en svo vil ég bæta við einu. Ég er á móti þessu seðlabankafrumvarpi sem á að keyra í gegnum þingið á mettíma. Alla vega hvernig staðið er að málum. Eins og það megi ekki ræða þetta aðeins. Þarna fór Jóhanna aðeins of geyst. Það er ástæða fyrir því að Seðlabankinn sé svona sjálfstæður. Það er til að vernda hann gegn áhrifum pólitíkusa.

Sveinbjörn | 25.2.2009 kl. 03:05
Sveinbjörn

Það er nú svolítið fyndið að það eigi að "vernda hann gegn áhrifum pólitíkusa" þegar eina ástæðan af hverju Davíð fór þarna inn til þess að byrja með er vegna pólitísks baklands síns.

Arnaldur | 25.2.2009 kl. 11:16
Arnaldur

Af hverju sér fólk ekki pólitísk tengsl Davíðs, og reyndar allra fyrirrennara hans?
Þetta er eins og að sjá ekki trén fyrir skóginum.
Mér finnst það djók að tala um Seðlabankann sem eitthvað pólitískt sjálfstæðan, eins og er, þótt einhverju merkingarlausu frumvarpi þess efnis hafi verið rennt í gegn 2001.
Og eru menn líka eitthvað að blekkja sjálfa sig með hvernig þessi bankaráð hafa verið skipuð?

Sindri | 25.2.2009 kl. 13:33
Sindri

Já það er rétt en ég er ekki að tala um að vernda hann heldur stofnunina. Ef það er hægt að breyta öllu og reka seðlabankastjóra með einu frumvarpi á nokkrum dögum, þá er sjálfstæði stofnunarinnar farið. Það finnst mér vera meginatriðið í þessu. Svo á móti kemur þá er maðurinn náttúrlega fyrrverandi pólitíkus og á ekkert heima þarna.

Arnaldur | 25.2.2009 kl. 11:21
Arnaldur

Mér finnst þetta frumvarp betra en núverandi fyrirkomulag. En já, já, það er álitamál hvað svona frumvörp eiga að vera lengi í vinnslu.

Persónulega tel ég að það hefði verið hyggnara að gefa sér meiri tíma í þetta, þó ekki sé nema til að þurfa ekki að sitja undir einhverjum ásökunum um einhverjar pólitískar vendettur.

Þar að auki skilst mér nú að stórir hlutar frumvarpsins séu unnir upp úr breytingartillögum sem menn hafa verið að skoða í einhver ár en ekki náð að ýta í gegn.

Sindri | 25.2.2009 kl. 13:34
Sindri

Einmitt. Nú finnst mönnum eins og þetta séu einhverjar gamlar pólitískar árásir. Ekki gott.

Arnaldur | 25.2.2009 kl. 11:33
Arnaldur

Ég vil að lokum bara segja að mér finnst það eiginlega algerlega glatað að menn séu að stalka Davíð og eggja húsið hans. Þetta færir dude vopn í hendurnar, sem hann má engan vegin komast í.

Sigurgeir Þór | 25.2.2009 kl. 16:31
Sigurgeir Þór

Já ég verð nú að segja að augnablikið þegar Davíð spurði um hvaða bindiskyldubreitingu Sigmar væri að tala um.

Davíð: Þessa 2003?
Sigmar:,,já".
Davíð: Já ég kom í bankann 2005...

Þá var hugsaði ég með mér, shittttt! Sigmar á alveg eftir að láta rúlla yfir sig...

Hann er illa beittur hann Davíð.

Arnaldur | 26.2.2009 kl. 01:34
Arnaldur

Hann er alveg hættulegur. Þú sendir ekkert einhverja svona amateur-a á hann.

Nanna | 26.2.2009 kl. 19:15
Nanna

Það er alveg gott og gilt. En ég verð að viðurkenna að mér dettur enginn fjölmiðlamaður/kona sem hefur eitthvað í Davíð að gera.