24.2.2009 kl. 02:35

Djöfull er ég fúll út í Flugleiðir fyrir að vera hættir að fljúga til Glasgow. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið munu bein flug ekki hefjast aftur hingað til Skotlands fyrr en 27. ágúst.

Það tók mig 13 infuriating klukkustundir að komast frá heimili mínu í Skotlandi til Keflavíkur síðast þegar ég flaug til Íslands, og enn lengur á leiðinni aftur til baka. Ég veit ekki hvenær ég mun nenna að leggja það aftur á mig til þess að heimsækja Skerið.


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Nanna | 24.2.2009 kl. 10:15
Nanna

Enda þurftirðu líka að fljúga í gegnum Glasgow þá - þú sparar a.m.k. fjóra, ef ekki fimm tíma, á því að fljúga frá Edinborg.

Aðalsteinn | 24.2.2009 kl. 13:52
Aðalsteinn

Búið þið ekki í sömu íbúð?

Sveinbjörn | 24.2.2009 kl. 16:02
Sveinbjörn

Ehm, jú, af hverju?

Aðalsteinn | 24.2.2009 kl. 16:51
Aðalsteinn

Ég var bara ekki viss.