9.2.2009 kl. 22:27

Ég var að koma aftur heim til Edinborgar eftir ótrúlega skemmtilega og vel heppnaða helgarferð til Munchen með Nönnu Teitsdóttur. Ég mæli virkilega með Bavaríu. Eftirfarandi myndir eru svona highlights úr ferðinni:


munchen1
Bjór á hinni frábæru ölstofu Hofbrauhaus. Á efri hæðinni þarna héldu nasistarnir ófáa fundi. Og já, þetta eru eins lítra krúsir af freyðandi, gullnum eðalbjór.


munchen9
Á leiðinni upp stiginn að Neuschwanstein-kastala Lúðvíks II við rót Alpanna.


munchen3
Útsýnið yfir mistursumlukta tindi Alpana var alveg ótrúlega fagurt.


munchen4
Ég mæli með Bavaríu að vetri til. Það er virkilega, virkilega fallegt þarna.


munchen5
Auðvitað getur maður ekki farið til Þýskalands án þess að skreppa í hressandi heimsókn í útrýmingarbúðir -- í þessu tilfelli Dachau.


munchen8
Þetta eru skilaboð sem ég hef aldrei almennilega meðtekið, enda af gagnverðri skoðun.


munchen7
Hversu margir pólitískir óvinir Þriðja ríkisins ætli hafi verið skotnir í hnakkann á þessu plani?


munchen2
Já, þetta er eins lítra krús. Þeir kunna sko að skammta manni bjór í Bavaríu.6 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Gunni | 10.2.2009 kl. 01:12
Gunni

Alltaf gaman á nasistaslóðum. Geðveikt fyndið að þú hafir stímað beint á uppáhaldskrá Hitlers og félaga :D

Og auðvitað ekki bara uppáhaldskrá, it's the fucking birthplace of the third reich... Fékstu smá blóð í hann? ;)

Sveinbjörn | 10.2.2009 kl. 15:06
Sveinbjörn

Hofbrauhaus er alveg geðveikt skemmtileg ölstofa, Nazi-history aside. Eftir klukkan 6 hætta þeir að selja bjór í minna en eins lítra glösum. Hversu hardcore er það?

Ég keypti mér annars svona risastórt Bierkrug. Upp úr þessu mun mér finnast það að drekka úr öðru vera hálf tussulegt.

Sindri | 18.2.2009 kl. 17:56
Sindri

Það er aldeilis lúxusinn á kallinum að ferðast til útlanda í miðri krepputíð. Það er greinilegt að efnahagshrun heimsins kemur ekki við kauninn á öllum, sér í lagi námsmönnum í Edinborg.

Sveinbjörn | 19.2.2009 kl. 15:51
Sveinbjörn

Eru sumir svolítið bitrir?

Sindri | 20.2.2009 kl. 15:28
Sindri

Nei engan veginn. Þegar ég skrifa svona þá er ég nú bara að grínast. Hélt að það væri á hreinu.

Sindri | 20.2.2009 kl. 15:29
Sindri

Ég hélt að tímarnir sem Sindri þarf að segjast vera að grínast væru liðnir.