Jæja, í dag snjóaði í Bretlandi. Fjölmiðlar eru fullir af fréttum um hvernig samgöngukerfi hérlendis hafa lagst niður og skólum og flugvöllum verið lokað vegna veðurs.

Þetta er ekkert annað en djöfulsins aumingjaskapur í Bretum -- það er smá slydda og rigning og kannski tímabundnir 1-2 sentimetrar af snjó og slabbi sem hverfa jafnóðum með rigningunni. Veðrið hérna er eitthvað sem enginn Íslendingur myndi kippa sér upp við -- myndi allavega ekki hugsa tvisvar um það að kíkja út úr húsi.

Það vill svo til að ég fór upp á bókasafn núna áðan. Eftir um 8 mínútna göngutúr í smávægilegri slyddu kom ég að læstum dyrum. Ég ætlaði ekki að trúa eigin augum: stórt skilti sagði mér að bókasafnið væri "lokað vegna veðurs." Ég fór rakleiðis upp á Library Bar, fékk mér bjór og bölvaði þessum tussuskap. Ef Þjóðarbókhlaðan gerði slíkt hið sama gætu íslenskir námsmenn alveg eins sleppt því að leggja stund á nám að tveimur eða þremur mánuðum ársins undanskildum.

Djöfulsins aumingjar.

edinburgh snow

Fellibylurinn mikli í aksjón
20 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Gunni | 3.2.2009 kl. 14:51
Gunni

Ég var að gera frétt um þetta áðan, frekar merkilegt hvað allt er bara at a standstill. Sá að breskir fjölmiðlar voru að segja að þetta væri meira crippling en fokking blitzið!

Einar Örn | 3.2.2009 kl. 19:36
Einar Örn

Það er allt búið að vera á hliðinni hérna í London síðustu tvo daga. Var að vísu nokkuð myndarlegur snjór í gærmorgun (4-5 tommur jafnfallið), en það bráðnaði mjög hratt og götur urðu fljótt auðar. Þetta myndi enginn Íslendingur kippa sér upp við. Pffft

Grímur | 4.2.2009 kl. 10:35
Grímur

Mér finnst annars nokkuð gott að bókasafnið skuli vera lokað vegna veðurs - en barinn opinn! Forgangsröðunin er greinilega á hreinu.

Sveinbjorn | 4.2.2009 kl. 19:39
Sveinbjorn

Já, það þykir mér einnig mjög írónískt. Snjórinn leggur niður allar hliðar hagkerfisins nema bjórsölu. Mjög breskt.

Arnaldur | 4.2.2009 kl. 20:26
Arnaldur

Ef það er heitt, þá vill fólk kæla sig niður með bjór. Ef það er kalt, þá vill fólk halda sig inni við og sötra huggulegan bjór.

Það var hitabylgja í Bretlandi fyrir um 5 árum og þá man ég eftir frétt í DK um að Carlsberg væru að panikka því að þeir voru farnir að ganga á neyðarbirgðar (ætlaðar domestic markaði) sem þeir voru að senda til UK, svo mikil var eftirspurnin.

Helvítis fyllibyttur alltsaman.

Sveinbjorn | 5.2.2009 kl. 13:32
Sveinbjorn

Come on, Danirnir myndu aldrei tæma eigið land af bjór til þess að hella ofan í philistine Breta....því trúi ég ekki.

Arnaldur | 5.2.2009 kl. 14:57
Arnaldur

Well, if the price is right, I suppose everything is possible. Welcome to the wonderful world of capitalism.

Arnaldur | 4.2.2009 kl. 20:22
Arnaldur

Þetta er falleg mynd. Maður gæti nú alveg hugsað sér vetrargöngu í svona veðri.

Einar Jón | 5.2.2009 kl. 06:54
Einar Jón

Vinur foreldra minna bjó á Bretlandi þegar þetta gerðist fyrir um 20 árum.
Hans frásögn er nánast eins og þessi (a.m.k. fyrstu 2 málsgreinarnar).
Risa jarðýtur og snjómokstursgræjur voru að bisa við að fjarlægja þessar 2-3 tommur af snjó og enginn vogaði sér út í "ófærðina".

Arnaldur | 5.2.2009 kl. 10:39
Arnaldur

Sjálfur bjó ég einmitt í Englandi fyrir 19 árum þegar það kom síðast smá snjór. Ég man eftir að við vöknuðum um morguninn og pabbi skutlaði mér í skólann, sem reyndist svo lokaður.

Þegar nánar var að gáð var meira og minna allt lokað.

Samt þótti mér þetta nú ekki mikils vert, en gladdist því að fá frí í skólanum og dundaði mér við að skrapa saman snjó í eitt stykki lítinn sjókarl.

Pabbi sagði mér reyndar seinna að hann teldi að það hefði ekki endilega verið veðrinu um að kenna, heldur slæmri spá veðurstofunnar, og því hve illa Bretarnir voru búnir til sjóaksturs t.d. Það hlyti einfaldlega að vera málið, því þetta var allt frekar pathetic.

Frost-Binni | 5.2.2009 kl. 16:35
Unknown User

Ég sá bensíntitt búa til snjókarl á bílaplani, á milli þess sem hann aðstoðaði mótórista, um daginn.

Arnaldur | 5.2.2009 kl. 18:15
Arnaldur

Djövulli er það awsome! I salute thee, snowman-making petrol-tit!

Arnaldur | 5.2.2009 kl. 15:01
Arnaldur

Mér finnast svona samræður á commentakerfum taka venjulegum mannlegum samskiptum fram. Hér er auðvelt að halda utanum hver sagði hvað, halda þræðinum án þess að ruglast eða gleyma því sem maður ætlaði að segja. Ennfremur getur maður tekið sér góðan tíma til að ígrunda það sem maður vill segja, jafnvel smíða úthugsaða hótfyndni sem engum væri fært í venjulegri samræðu.

Sveinbjörn | 5.2.2009 kl. 19:29
Sveinbjörn

Well, you know what they say. The old adage goes that arguing on the internet is like taking part in the Special Olympics -- even if you win, you're still retarded.

Arnaldur | 5.2.2009 kl. 21:18
Arnaldur

That's just like... your opinion... man!

Yo' mama is an old adage that takes part in the Special Olympics and wins!

Takes one to know one!

You are worse than Hitler!!!

Sveinbjörn | 5.2.2009 kl. 21:56
Sveinbjörn

Vá, Arnaldur, þetta var alveg devastating deluge of derision and disgrace.

Gunni | 6.2.2009 kl. 13:59
Gunni

Deluge of Derision and Disgrace væri gott nafn á eitthvað. Hljómsveit kannski.

Grétar | 6.2.2009 kl. 15:34
Grétar

Ég man eftir þeim skiptum þar sem skólum var lokað vegna veðurs þegar ég var krakki heima, þá var alvöru óveður. Það á ekki að loka skólum fyrr en þarf að kalla til björgunarsveitirnar (write that down).

Arnaldur | 6.2.2009 kl. 18:08
Arnaldur

Það á allavega ekki að loka þeim ef krakkar eru einfærir um að koma sér til og frá skóla.

Gunni | 8.2.2009 kl. 15:25
Gunni

Það á ekki að loka skólum nema að minnsta kosti tíu prósent (10%) allra skólabarna á landsvísu hafa látið lífið eða sé saknað, BEINLÍNIS af völdum óveðursins. Ekkert svona "fór út af í hálku" kjaftæði, ég er að tala hard core blunt force trauma af völdum hagléls eða sogast upp í fellibyl kind of dæmi. Viljum við ala upp einhverja aumingja eins og okkur eða übermensch framtíðarinnar sem láta Spartverja líta út eins og feminized weaklings?