14.1.2009 kl. 12:23
kenco coffee

Ég hef sjaldan séð jafn skýrt dæmi um Prisoner's Dilemma og fyrirkomulagið með kaffivélina í Postgraduate Student Lounge herberginu hérna við sagnfræðiskorina í Edinborg.

Við erum með instant-kaffivél í aðstöðunni okkar, og ókeypis instant-kaffi. Stærðfræðingarnir hér eru hins vegar með almennilega espressóvél. Vandinn sem ég hér lýsi hrjáir þá ekki.

Málum er þannig háttað að kaffivélin okkar þarf vatn til þess að fúnkera, og iðulega klárast vatnið í henni með vissu millibili. Sá sem ætlar að fá sér instant-kaffi við þær kringumstæður stendur frammi fyrir tveim valkostum: annað hvort að fylla vélina af vatni og bíða í heillanga stund þar til það byrjar að sjóða, eða setja bara nóg vatn í vélina fyrir einn kaffibolla. Í síðari tilfellinu sýður vatnið mjög hratt, og það er því skynsamari kostur heldur en sá fyrri, vilji viðkomandi fá kaffið sitt hratt. Aftur á móti hefur það óhjákvæmilega í för með sér að næsti aðili sem fær sér kaffi neyðist einnig til þess að hella vatni í vélina.

Í heildina séð væri skilvirkara fyrir alla ef þeir sem kæmu að vélinni vatnslausri myndu ávallt fylla hana alveg af vatni. Hins vegar er það ekki rasjónalt fyrir einstakan aðila að gera það.

Eftirfarandi tafla sýnir þetta mjög skýrt.

  Ég fylli alveg Ég fylli f. einn bolla
Aðrir fylla alveg Biðtími u.þ.b. 1 mínúta, nema örsjaldan, en þá biðtími u.þ.b. 5 mínútur Biðtími u.þ.b. 1 mínúta, nema örsjaldan, en þá 2-3 mínútur.
Aðrir fylla f. einn bolla Ég er sökker, sífellt fyllandi á vélina og bíðandi í 5 mínútur eftir kaffinu á meðan aðrir bíða yfirleitt bara í 1 mínútu Allir þurfa að hella f. einn bolla og bíða síðan í u.þ.b. 2-3 mínútur

Optímal niðurstaðan er í efra vinstra horninu, en hins vegar er raunveruleikanum lýst í neðra hægra horninu. Klassískt dæmi um Prisoner's Dilemma.


8 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Nanna | 15.1.2009 kl. 12:37
Nanna

Það væri reyndar skynsamlegast að drekka þetta kaffi ekki. Enda er það með öllu ódrykkjarhæft.

Spurningin er samt: Hvað gerir þú þegar þessi vandi kemur upp?

Sveinbjörn | 15.1.2009 kl. 12:47
Sveinbjörn

Kaffið er vont, en allt er hey í harðindum, right?

Ég fylli vélina ávallt alltaf, nema ef ég er að flýta mér e-ð sérstaklega. Er ekki viss um hvort ég geri það vegna góðmennsku, eða vegna þess að ég er einn af fáum sem nota þessa vél (því færri sem nota hana, því skynsamlegra er að fylla alveg á hana), eða vegna löngunar til þess að afsanna rational choice theory ;)

Unnar | 15.1.2009 kl. 22:45
Unnar

Er ekki mögulegt fyrir þig að hella fyrst upp á einn bolla fyrir þig, fylla síðan vélina af vatni og beila? Kæmi þá ekki næsti maður að ljúfri vél og þú þyrftir ekkert að bíða sérstaklega eftir að draslið er búið sjóða jafn mikið af vatni?

Sveinbjorn | 16.1.2009 kl. 11:28
Sveinbjorn

Jú, það er mögulegt, og er í raun mjög sniðugt, en þá er ég samt sökker, því þá er ég að hafa fyrir því að fylla vélina af vatni öðrum til gagns.

Gunni | 15.1.2009 kl. 23:20
Gunni

This is why I have repeatedly and strongly called for the total elimination of the human (or at least jewish) race. Er þessu viðbjargandi? Is history not doomed to repeat itself and coffee doomed to be in scarce supply???

I despair. I despair.

Sveinbjorn | 16.1.2009 kl. 11:28
Sveinbjorn

Fullur?

Doddi | 16.1.2009 kl. 19:59
Doddi

Ég get nú upplýst að á mínum vinnustað fyllir sá sem lendir á tómum vatnstanki iðulega upp.

Lykilatriðið hér er skýrar (sjálfsprottnar?) leikreglur.

Eiki | 17.1.2009 kl. 01:22
Eiki

Er ekki eðlilegast að hugsa bara um eigin hag og þá fá allir betra kaffi og fyrr. Reglur eru bara heftandi.

Þannig virkar það allavega á hagfræðideildinni í Chicago-háskóla.