9.1.2009 kl. 22:25

Ég var að enda við að panta mér nýja fartölvu: pinkulitla ASUS EeePC 1000 vél með eftirfarandi spec-a:

 • 1.6Ghz Intel Atom örgjörvi
 • 1 GB vinnsluminni (533Mhz)
 • 40GB Solid State Memory (sem þolir hnjask og deyr ekki á mann eins og helvítis fartölvuharðdiskar gera ávallt)
 • 802.11b/g/n þráðlaust kort, Bluetooth, 10/100 Ethernet
 • 3 USB tengi
 • Innbyggð 1.3 megapixla myndavél
 • Touchpad með two-finger scrolling
 • 10" skjár með 1024x600 pixla upplausn
 • 1.3 kg á þyngd
 • 8 klst. batterí
 • Þrátt fyrir litla form factorinn er lyklaborðið 91% af fullri stærð.

Vélin er pinkulítil og keyrir uppáhalds distróið mitt, Debian Linux, sem þýðir að ég mun geta hakkað hana til eins og ég vil. Samkvæmt umsögnum annara kaupenda á netinu þá er líftími batterísins alveg einstaklega góður og nær hátt í þessar 8 klst sem gefnar eru upp. Til þess að gefa smá hugmynd um hversu lítil vélin er miðað við 14" fartölvu, þá birti ég samanburðarmynd hér að neðan. Vélin sem ég keypti er jafn stór og vélin í miðjunni, en hvít á litinn):

asus eee pc 1000 size comparison

Og hvað borgaði ég fyrir hana? Bara 280 pund, gegnum Amazon.co.uk, eða um 50 þús. kall. Fullkomin vél til að hafa með sér þegar maður er á ferðinni, og enginn gríðarlegur missir ef maður týnir henni eða skemmir.


Asus eee PC 1000 041


16 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Logi | 10.1.2009 kl. 01:24
Logi

Spenntur að heyra dóma þegar þú ert búinn að taka svoldið í hana. Ég prófaði minnst týpuna um daginn og fannst lyklaborðið einu númeri of lítið.

Sveinbjörn | 10.1.2009 kl. 22:16
Sveinbjörn

Já, minnsta týpan er með lyklaborð í 83% stærð, sem mér fannst einum of lítið fyrir mig (og þó er ég ekki með stóra né klunnalega fingur).

Halldór Eldjárn | 10.1.2009 kl. 02:03
Halldór Eldjárn

Kannski ætti maður að skella sér á svona í náinni framtíð :D Þetta lítur út fyrir að vera geðveik græja. Btw, ég vissi ekki að þú fílaðir Linux … :O

Sveinbjörn | 10.1.2009 kl. 02:03
Sveinbjörn

Ha? Vissir ekki að ég fílaði Linux? Hvammeinaru? Er þetta tilraun til skops með því að gera lítið úr UNIX-ást minni? Ég er hneykslaður.

Gunni | 10.1.2009 kl. 21:42
Gunni

Surely he's joking. Ef ég ætti að lýsa þér fyrir einhverjum myndi orðið Linux örugglega koma fyrir í fyrstu eða annarri setningu ásamt coca-cola og nikótín.

Sveinbjörn | 10.1.2009 kl. 21:59
Sveinbjörn

Og ég sem var að vona að orð eins og "skemmtilegur", "greindur", "myndarlegur" myndu vera ofarlega á listanum. Mér virðist vera lýst í löstum mínum og fíknum frekar en dyggðum og drengskap.

Gunni | 10.1.2009 kl. 22:54
Gunni

Er það ekki alltaf þannig?

Sveinbjörn | 10.1.2009 kl. 22:56
Sveinbjörn

Vá, ekki kæmir þú vel út úr þannig lýsingu ;)

Gunni | 10.1.2009 kl. 23:15
Gunni

Það var einmitt það sem ég var að hugsa, hehe.

Arnaldur | 11.1.2009 kl. 09:07
Arnaldur

Bíddu, Halldór, dude... Hverskonar krakk varst þú að reykja?

Siggi Árni | 10.1.2009 kl. 02:26
Siggi Árni

50kall fyrir vél með svona fína spec-a hljómar bara mjög vel.

Það sem heillar mig mest við þetta er solid state diskurinn, N-staðall á þráðlausakortinu, stærðin á vélini og auðvitað verðmiðinn :)

Ég prufaði að google-a vélina fyrir Ísland og fann bara svipaðar vélar á Tölvulistanum og Tölvuvirkni á 60þús ekki með eins góðum spec-um og aðra á 85þús sem þarf að sérpanta. Frábært :(

Sveinbjörn | 10.1.2009 kl. 09:37
Sveinbjörn

Já, síðan eru gaurar sem hafa fengið OS X keyrandi á þessum vélum, sbr. http://www.eeehacks.com/load-osx-leopard-on-the-eeepc

Held samt að OS X væri of þungt fyrir þessa spec-a. Betra að halda sig við lean'n mean Linux.

Brynjar | 12.1.2009 kl. 22:06
Brynjar

Þetta er nú meiri hlunkurinn, það mætti halda að þú værir að bæta upp fyrir eitthvað með þessum 10" tröllvaxna skjá! ég er að skrifa þetta komment á mína 7" eee pc (alvg eins og þessi hvíta efst á fartölvuhrúguni). Ég er reyndar með bæði stórar og klunnalegar hendur en það er merkilegt hvað þetta lyklaborð venst vel.

Sveinbjörn | 13.1.2009 kl. 03:30
Sveinbjörn

Mamma þín er hlunkur!

En nei, svona í alvöru, þá er helsta ástæðan af hverju ég valdi 10" módelið var að ég vildi match-a við reðurstærð mína.

Í fúlustu alvöru, þá vildi ég 10" skjá vegna upplausnarinnar, 1024x600. Þessa dagana þarf maður 1024pixla breidd til þess að skoða vefsíður án þess að skrolla horizontalt.

Þórir | 14.1.2009 kl. 21:59
Þórir

Amazon virðist eingöngu senda innan Bretlands. Léstu þá senda hana til Íslands?

Sveinbjorn | 15.1.2009 kl. 00:05
Sveinbjorn

Ha? Ég er kominn til Bretlands, lét bara senda hana heim til mín hérna.