9.1.2009 kl. 04:24

Ég er búinn að henda myndum frá áramótunum inn á fésbókina.

Ég hef lengi ætlað að minnast hér á þá frábæru útskriftargjöf sem hún Nanna Teitsdóttir gaf mér: nefnilega Prinsinn eftir Niccolo Machiavelli í eintak á frummálinu frá 1923, með inngangi eftir engan annan en Il Duce sjálfan, hann Benito okkar Mussolini:

il principe benito mussolini

6 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Arnaldur | 9.1.2009 kl. 14:25
Arnaldur

Dudes eruð þið að tékka á myndskreytingunni? Þetta eru axarknippi á hliðunum. Alvöru Fasista-útgáfa af Furstanum. Fáránlega gott.

Annars frekar fyndið. Ég var næstum því búinn að gefa þér viðhafnarútgáfu af þessari bók í afmælisgjöf sjálfur.

Dálítið blellað að fyrstu tvær bækurnar sem fólk accociate-i við þig séu Mein Kampf og Furstinn.

Sveinbjörn | 9.1.2009 kl. 14:26
Sveinbjörn

Já, ég get bara skilið þetta sem svo að ég sé machiavellískur nasisti.

En já, eintakið sjálft er með mjög flottum fasistamyndskreytingum. Alveg stórglæsilegt.

Nanna | 10.1.2009 kl. 14:00
Nanna

Great minds think alike

Sveinbjörn | 10.1.2009 kl. 18:35
Sveinbjörn

Tjah, ég vil nú bara meina að þið tvö séuð innst inni fasistar, thus thinking like the great mind of Benito Mussolini.

Steinn | 10.1.2009 kl. 08:41
Steinn

Þarftu þá ekki að fara að læra ítölsku? You'd make a great latin lover!

Sveinbjörn | 10.1.2009 kl. 08:44
Sveinbjörn

Reyndar lagði ég í það að læra smá ítölsku áður en ég og Alli kíktum til Ítalíu áramótin 2006-2007, en komst því miður ekki lengra en "io non capisco l'italiano" og "lei capisce l'inglese?"...