10.12.2008 kl. 19:55

Ég var að horfa aftur á bestu kvikmynd allra tíma, Mad Max 2, og tók brátt eftir því að allir illu raiderarnir -- sem lúta stjórn hins magnaða Lord Humungus, Warrior of the Wasteland, Ayatollah of Rock and Rollah -- eru dökkhærðir eða sköllóttir, og klæddir BDSM leðursamfestingum, á meðan góða fólkið í compoundinu sem verst gegn þeim er meira og minna allt ljóshært og klætt hvítum fötum. Max sjálfur er hins vegar með meðalbrúnt hár. Af þessu hef ég dregið þá ályktun að í póst-apókalyptískri framtíðar-Ástralíu hljóti hárlitur að endurspegla siðferðislegt ágæti.


lord humongous
"Greetings from the Humungus. The Lord Humungus!"

Merkilega nokk, þá er Lord Humungus, Warrior of the Wasteland and Ayatollah of Rock and Rollah, leikinn af sveittum sænskum vaxtaræktarkappa sem ber nafnið Kjell Nilsson. Nilsson er í dag middle-ranking manager hjá áströlsku hugbúnaðarfyrirtæki.


6 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Arnaldur | 10.12.2008 kl. 22:56
Arnaldur

Ég myndi segja að hárlitur endurspegli siðferðislegt ágæti fullkomnlega vel í samfélagi samtímans.

Magnús | 11.12.2008 kl. 03:12
Magnús

We've all lost someone we love... But we do it MY way... We do it, MY way...

Einar Jón | 11.12.2008 kl. 08:15
Einar Jón

Er þetta ekki þekkt minni úr teiknimyndum og barnamyndum?

Marta | 11.12.2008 kl. 15:49
Marta

Hárlitur eða það að vera ljós yfirlitum þykir nú endurspegla siðferðislegt ágæti í Íslendingasögunum þar sem menn eru flokkaðir sem ljósar eða dökkar hetjur.

Siggi Árni | 11.12.2008 kl. 20:00
Siggi Árni

Það er alltaf sama snilldin með svona heimsenda-heima, að allir hætt að ganga í venjulegum fötum og fara klæða sig í hjólbarða.

Sveinbjörn | 16.12.2008 kl. 19:52
Sveinbjörn

Nei, maður. Það er klárlega 80's-leddara-pönkið sem blívar í póstapókalypsunni.