Eftir áramót kenni ég tímabilið 1850-1991 í kúrsinum European History I, og var að taka saman kennsluáætlunina fyrir nemendur mína. Þetta verður e.t.v. eilítið snúnara heldur en að kenna það sem ég gerði fyrir áramót, þ.e.a.s. "the early modern period," sem er sérsvið mitt. Hins vegar er fullt af djúsí hlutum þarna, t.a.m. nasisminn, byltingin í Rússlandi, kalda stríðið o.fl.

Frekar fyndið, ég var að ræða við hann Thomas doktorsleiðbeinenda minn um þetta, og hann spurði hvort ég treysti mér ekki alveg örugglega að kenna t.d. síðari heimsstyrjöldina. Þá kom í ljós mitt skammarlega leyndarmál -- að ég er gjörsamlega forfallinn WWII nörd, vann mér leið í gegnum endalausan litteratúr um síðari stríðið og nasisma á aldrinum 14-17 ára, þekki meira að segja skriðdreka- og flugvélagerðirnar, og veit allt um glæsilega "pincer"-strategíu þýska hersins undir forystu von Mansteins . Þetta pervers áhugamál mitt kemur skemmtilega nokk fram á annars leiðinlegu fánumyndinni minni úr MR.

Var síðan að grafa upp þessa gömlu mynd af mér, fyrst ég er nú að minnast á nasista á annað borð. Vinna gerir okkur frjáls.
10 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Halldór Eldjárn | 7.12.2008 kl. 17:35
Halldór Eldjárn

1991 fæddist ég, þú verður að includa það plís plís plís! :D

Sveinbjörn | 7.12.2008 kl. 17:39
Sveinbjörn

Klárlega.

Sveinbjörn, ávarpandi nemendur: "Also, I would like to bring to your attention a fact that you won't find in all those history books. While most historians remember 1991 as the year the Soviet Union collapsed, they omit what is clearly the most important event of the 1990s: namely, the birth of one Halldor Eldjarn."

Annars væri ég að bregðast fagmannlegri skyldu minni sem kennari.

Gunni | 7.12.2008 kl. 20:02
Gunni

Rosalega finnst mér það skrítin tilhugsun að fæðast á tíma þar sem Sovétríkin eru ekki til eða eru í það minnsta að falla. Post-Soviet era stúlkur eru reyndar einkennilega aðlaðandi.

"Ég? Ég er enginn perri. Fíla bara svona post-soviet era stúlkur..."

Svo öppdeitar maður það bara í júgóslavíu og persaflóastríðið og hvað sem til fellur þegar árin líða.

Arnaldur | 8.12.2008 kl. 03:37
Arnaldur

Ég skildi aldrei afhverju það var svona mikið af bókum um byssur á fánu-myndinni þinni. Ég minnist þess ekki að þú hafir verið eitthvað sérlega áhugasamur um byssur þótt þú hafir haft óheilbrigðan áhuga á Stalíngrad.

Sveinbjörn | 8.12.2008 kl. 06:51
Sveinbjörn

Nei, einmitt. Ég hef engan sérstakan áhuga á skotvopnum og hef aldrei haft...

En merkilega nokk þá á ég einmitt -- og hef lesið -- Anthony Beevor bókina um Stalingrad sem hann Mark í Peep Show var að tapa sér yfir í fyrsta þættinum...

Grétar | 9.12.2008 kl. 15:13
Grétar

Djöfull ertu mikið á heimavelli á þessari mynd.

Arnaldur | 9.12.2008 kl. 21:39
Arnaldur

BWAAAHAHAHAHAHAHAHA!!!!

Sveinbjörn | 10.12.2008 kl. 03:23
Sveinbjörn

Deine mutter

Arnaldur | 10.12.2008 kl. 09:57
Arnaldur

Ich habe deine mutter am gestern morgens geficken!

Arnaldur | 10.12.2008 kl. 09:58
Arnaldur

Passaðu þig á svona tilsvörum. Annars ferðu beint í lágreista húsið með stóra strompinum!