1.12.2008 kl. 11:03

Ég var að klára að fara yfir ritgerðirnar sem nemendurnir mínir skiluðu og ég er hneykslaður yfir miklu af því sem mér var afhent, þá sérstaklega vegna þess að Edinborgarháskóli hleypir ekkert hverjum sem er inn -- fólk þarf að hafa "a first or a very good second" til þess að komast inn í undergraduate prógrammið í sagnfræði hérna. Samt virðast flestir þessir krakkar algjörlega ófærir um að tjá sig á eigin tungumáli. Ég fæ inn ritgerðir með setningum sem eru með öllu óskiljanlegar, með engu línubili, engum tilvísunum í heimildir, í leturstærð 10 og án aðgreindra málsgreina.

Og þetta eftir að ég eyddi heilum tíma í að útskýra hvernig þau ættu að skrifa ritgerð.

Sumir þessir nemendur eiga klárlega ekkert erindi í háskóla fyrst þeim hefur ekki tekist að læra að tjá sig á (einfalda) móðurmáli sínu við 18-19 ára aldur. Það virðist sem Bretland er með "education inflation" líkt og Ísland.


23 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Unnar | 1.12.2008 kl. 12:54
Unnar

Hey geðveikt. Ég þarf bráðum að skrifa ritgerð og hef ekki gert það síðan ég var í menntaskóla. Geturðu líka útskýrt fyrir mér hvernig maður gerir slíkt? :-)

Einar Örn | 1.12.2008 kl. 13:30
Einar Örn

"án málsgreina?"

en já, það mætti kannski taka undir orð stærðfræðikennarans míns, "a-levels just aren't what they used to be". ekki að ég viti neitt um það...

Einar Örn | 1.12.2008 kl. 13:30
Einar Örn

hrikalega er þessi mynd af mér annars lítið flattering. hvar grófstu hana eiginlega upp?

Sveinbjorn | 1.12.2008 kl. 22:07
Sveinbjorn

Þetta var tekið e-n tímann í partýi hjá mér held ég, eða kannski af Facebook. Ef þú vilt aðra skaltu bara senda mér hana...

Eiki | 1.12.2008 kl. 14:12
Eiki

Í einni ritgerð sem ég fór yfir um daginn var því haldið fram að Antígóna hafi plasthúðað bróður sinn. Þar átti sennilega að standa "lamented" en ekki "laminated."

Í annarri var gæludýraeign höfundar lýst í miklum smáatriðum: Fjöldi, nöfn, heilsufar...

Hinar ritgerðirnar eru svo leiðinlegar og ófrumlegar að þetta eru smáatriðin sem halda mér gangandi og vakandi.

Arnaldur | 1.12.2008 kl. 17:31
Arnaldur

Gæludýraeign? Ég skil ekki. Í hverju liggur misskilningurinn?

Eiki | 1.12.2008 kl. 18:12
Eiki

Ritgerdin atti ad fjalla um hvernig godsogur birtast i nutimanum.

Mig minnir ad thradurinn hafi verid: Artemis var gydja sem veiddi dyr => eg a dyr => uttekt a thremur heimiliskottum. QED

(thessu maetti kannski gefa nafn, argumentum ad infirmitatem felis: eg a heilsutaepan kott, ef eg fae laga einkunn gaeti thad ridid honum ad fullu)

Arnaldur | 1.12.2008 kl. 21:23
Arnaldur

Hahahahahaha... Þetta er frábært. Ég hélt að um væri að ræða einhverja tvíræða málvillu.

Argumentum ad infirmitatem felis. Mjög gott.

Sveinbjorn | 1.12.2008 kl. 22:35
Sveinbjorn

Það er samt ekki jafn gott og argumentum ad hitlerum ;)

Sveinbjörn | 2.12.2008 kl. 10:04
Sveinbjörn

Strangt til tekid er þetta auðvitað ekki röksemdafærsla, heldur bara samtenging ákv. staðhæfinga -- þ.e.a.s. það er engin ályktun dregin út frá forsendum heldur einungis fullt af dóti blandað saman. Þ.a.l. er þetta disqualified sem "argumentum"...

Aðalsteinn | 2.12.2008 kl. 10:27
Aðalsteinn

What the fuck are you talking about? The chinaman is not the issue here, Dude. I'm talking about drawing a line in the sand, Dude. Across this line, you DO NOT... Also, Dude, chinaman is not the preferred nomenclature. Asian-American, please.

Arnaldur | 2.12.2008 kl. 11:08
Arnaldur

Aðalsteinn, this is not a guy who built the rail- roads, here, this is a guy who peed on my--

Sveinbjörn | 2.12.2008 kl. 11:16
Sveinbjörn

Shut the fuck up, Donnie. YOU'RE OUT OF YOUR ELEMENT!

Arnaldur | 2.12.2008 kl. 11:57
Arnaldur

Hehehe... Correspondam ad Lebowski Magnum.

Sveinbjörn | 2.12.2008 kl. 12:01
Sveinbjörn

Tua mater, imbecilus!

Arnaldur | 2.12.2008 kl. 16:47
Arnaldur

Cum tua matre hesterno fornicavi!

Doddi | 3.12.2008 kl. 12:18
Doddi

Cum all over your matre.

Sveinbjorn | 3.12.2008 kl. 12:33
Sveinbjorn

Þetta var nú ekki fallega sagt.

Doddi | 3.12.2008 kl. 12:40
Doddi

Þið opnuðuð á þetta strákar.

Sindri | 1.12.2008 kl. 18:16
Sindri

Refsaðu þeim þá, tættu krakkaskrattana í þig. Sendu þeim þau skilaboð að svona verði ekki liðið í þessu virta akademíska umhverfi. Kill'em!

Arnaldur | 1.12.2008 kl. 21:26
Arnaldur

Sveinbjörn, þú verður bara að fara að pulla almennilega máltilfinningu í liðið.

Pulla þau í skilning um út á hvað þetta gengur.

Sveinbjorn | 1.12.2008 kl. 22:08
Sveinbjorn

Já, ætli það ekki. Mig grunar að ég hafi verið allt of rausnarlegur með einkunnir.

Ef það er ekki stappað stálinu í þau á fyrsta ári þá heldur þetta bara áfram. Það er alveg góður punktur...

Sindri | 1.12.2008 kl. 22:49
Sindri

Fyrsta árið á alltaf að vera mjög erfitt til að sía aumingjana út.