Ég er búinn að koma mastersritgerðinni fyrir MSc gráðuna mína í sagnfræði við Edinborgarháskóla yfir í HTML snið, áhugasömum til aflestrar. Ritgerðin ber heitið "Voltaire, d'Holbach and the Design Argument" og er 14 þúsund orð.


9 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 26.11.2008 kl. 09:50
Steinn

Hva', þetta er bara jafn langt og ein af löngu greinunum á The Guardian.

Arnaldur | 26.11.2008 kl. 12:16
Arnaldur

Fyndið, ég hugsaði einmitt sjálfur eitthvað í þessum dúr.

Arnaldur | 26.11.2008 kl. 12:22
Arnaldur

Þetta er aðdáunarverð presentation hérna hjá þér. Stílhreint, fagmannlega sett fram. Sérstaklega þykja mér footnotes aðgengilegar og þægilega uppsettar.

Þessi framsetning gæti mögulega orðið til þess að ég actually muni nenna að lesa ritgerðina

Tryggvi | 26.11.2008 kl. 23:12
Unknown User

Fínasta fínt. Lít á þetta við tækifæri.

e.s.

Það vantar eitt 's' í headerinn .)

Sveinbjörn | 26.11.2008 kl. 23:22
Sveinbjörn

Ha, 's' í headernum? Hvaða header?

Aðalsteinn | 27.11.2008 kl. 01:07
Aðalsteinn

Ætli hann eigi ekki við:

disertation/dissertation

Eða er það kannski valkvætt?

Sveinbjörn | 27.11.2008 kl. 02:09
Sveinbjörn

Já, vantaði eitt ess...

Einar Jón | 3.12.2008 kl. 07:08
Einar Jón

Hann er bara að dissa þig...

Sindri | 28.11.2008 kl. 11:06
Sindri

Já þetta lítur mjög vel út hjá þér Sveinbjörn. Ég prentaði allt heila klabbið út og ætlaði að lesa þetta en skyndilega varð mér mál og ég hljóp á klósettið. Ég komst yfir fyrstu síðuna en uppgötvaði svo stuttu síðar að það vantaði ákveðna tegund af pappír sem gjarnan er notuð við athöfn sem þessa. Ég er ekki frá því að örlögin hafi tekið til sinna ráða og ákveðið að þetta verk þitt skyldi enda á stað þar sem það á heima, því miður, and you know where that is. Nei, nei þetta er mjög flott hjá þér. Kíki kannski á þetta við tækifæri. Les allavega conclusion-ið.