24.11.2008 kl. 04:13

Nýtt og upprennandi þjóðskáld, Arnaldur Laufás, hefur samið glæsilegt ljóð til þess að efla baráttumóð fjölhrjáðra íslenskra bankamanna:

Svanasöngur Útrásarmanna

Fram, fjáðir menn í þúsund bönkum,
sem finnið skortsölunnar tök!
Nú bárur helsis skella á blönkum,
boða velsæld ragnarök.
Brostnar Stoðir, burtu vér þjótum!
Bræður! Flýjum land í dag -
Vér bárumst á en brátt nú hljótum
að byggja örbirgt þjóðfélag.

þó að framtíð sé fallin,
gerir Geira blá hönd,
ásamt I-M-F að binda þau
í eilíf vistarbönd.

Arnaldur Laufás (2008)