21.11.2008 kl. 15:25

Ég vil vekja athygli á afskaplega skemmtilegu efni -- Philosophy Bites. Þetta er vefsíða með helling af viðtölum við alls konar heimspekinga og stjórnspekinga um ýmis málefni, bæði pólitísk, siðferðisleg og heimspekileg, í MP3 sniði. Viðmælendur eru fræðimenn á borð við Anthony Grayling, Jonathan Wolff, Will Kymlicka, Ray Monk, Quentin Skinner og Peter Singer. Er búinn að vera að hlusta á þetta í iPodinum mínum þegar ég er á ferðinni...