12.11.2008 kl. 22:37

Ég man ekki hvort ég hef skrifað um það hér áður, en með styrknum mínum hérna í Edinborg fylgir kennsluskylda. Ég kenni tvær klukkustundir á viku í kúrsinum European History I, og er með tvo hópa af saklausum ungum fyrsta-árs nemum -- flestir ekki meira en 18 ára gamlir. Deildin gefur mér mikið frelsi í hvernig ég skipulegg náms- og lesefni þeirra, og mér datt í að það gæti verið gaman að vísa hérna í vefsíðuna fyrir tutorial tímana sem ég kenni. Eins og má sjá, þá eru áherslurnar hugmyndasögulegar, í samræmi við áhugasvið mitt.


20 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 12.11.2008 kl. 23:17
Sindri

Nú ertu farinn að endurtaka sjálfan þig. Einhver bloggþurrð í mönnum?

Sveinbjörn | 12.11.2008 kl. 23:19
Sveinbjörn

Uss, já svei mér þá ef ég hef ekki minsnt á þetta áður. Mundi það ekki. Anyway, þá er ég að skemmta mér konunglega við þetta, á mjög létt með að tala, og það hjálpar mikið.

Halldór Eldjárn | 12.11.2008 kl. 23:22
Halldór Eldjárn

Þú hefur alltaf átt létt með að tala! :D

Sindri | 12.11.2008 kl. 23:26
Sindri

En hvernig er það, er ekki gaman að kenna svona saklausum ungum og auðmótanlegum nemum?

Sveinbjörn | 12.11.2008 kl. 23:31
Sveinbjörn

Jú, það er mjög fínt. Ég hafði svolitlar áhyggjur fyrst um að ég myndi ekki vita nógu mikið um evrópusögu -- eftir allt saman, þá er ég menntaður heimspekingur sem skipti yfir í sagnfræði á graduate stigi. Hins vegar komst ég mjög brátt að því að krakkarnir vissu ekki rassgat um nokkurn skapaðan hlut, og ég reyndist langtum fróðari um meira og minna öll viðfangsefni sögunnar heldur en greyin. Ég fæ síðan tækifæri til þess að koma á framfæri mínum eigin hugmyndum um hvað sé áhugavert, og hvernig sé best að nálgast það, sem er ágætt. Ég held að fólk sé alveg ánægt með mig sem kennara -- veit t.a.m. að fólk hefur skipt úr öðrum hópum yfir í hópana mína.

Arnaldur | 13.11.2008 kl. 09:58
Arnaldur

Þetta virkar eins og mjög athyglisverður kúrs. Mig langar næstum því til að skrifa ritgerðir um spurningarnar sem þú setur fram í lok hverrar viku.

Ef ég skrifa ritgerð Sveinbjörn, viltu þá fara yfir hana og gefa mér einkunn?

Sveinbjörn | 13.11.2008 kl. 14:57
Sveinbjörn

Já -- en be warned, þú fengir falleinkunn!

Sveinbjörn | 12.11.2008 kl. 23:32
Sveinbjörn

Annars, Sindri, viltu ekki senda mér mynd af þér í almennilegri upplausn, fyrir kommentakerfið?

Sindri | 12.11.2008 kl. 23:36
Sindri

Jú, var einmitt að pæla í þessari mynd, enda narsisisti mikill. Hún hæfir ekki svona sófistíkeruðum manni eins og mér.

Sveinbjörn | 12.11.2008 kl. 23:38
Sveinbjörn

Nei, það þarf mynd af þér í akademísku garbi, ekki satt? Eða jafnvel klæddur sem 18du aldar aristókrati.

Sindri | 13.11.2008 kl. 15:08
Sindri

Úff, já. Það hefur ávallt verið draumurinn að klæðast slíku.

Siggi Árni | 12.11.2008 kl. 23:49
Siggi Árni

Þú verður að ná til þessara krakka, annars lenda þau á götuni!

Sveinbjörn | 12.11.2008 kl. 23:50
Sveinbjörn

Já, þetta er geðveikt Gangsta's Paradise - Dangerous Minds setup. Þessir upper-middle-class bresku krakkar væru í tómu tjóni ef þau væru ekki að læra um frönsku byltinguna...

Arnaldur | 13.11.2008 kl. 10:01
Arnaldur

Hvernig tilfinning er það að ná í gegn, þó að það sé ekki nema einn nemandi, og vita þar með að hann er hólpinn frá götunni?

Also, er ekki geðveikt bögg með alla þessa metal-detectora út um allt þarna í Edinborgar háskóla?

Sveinbjörn | 15.11.2008 kl. 00:52
Sveinbjörn

It's simply the BEST, dang-dang-deeeeng-dang, better than all the REST, dang-deeeeeeng-deeng-dang.

Steinn | 13.11.2008 kl. 00:23
Steinn

Ég man það að ég kommentaði eitthvað um að pulla lullur í fyrri færslu þinni um nákvæmlega sama hlutinn. Well here goes, pullaðu lullur!

Arnaldur | 13.11.2008 kl. 10:02
Arnaldur

Já, pullaðu drengur, pullaðu. Þessar lullur pulla sig ekki sjálfar!

Grimur | 13.11.2008 kl. 11:29
Grimur

Ég held jafnvel að setningin "Þessar lullur pulla sig ekki sjálfar" sé með því betra sem ég hef heyrt í þónokkurn tíma. Vel af sér vikið, Arnaldur, þú hefur kætt einfalt hjarta lítils námsmanns svo um munar.

Doddi | 13.11.2008 kl. 12:54
Doddi

Was the Industrial Revolution a product of technological/scientific advances or economic forces?

Er ekki við hæfi að spyrja líka hvort technological/scientific advances séu pródúkt efnahagslegra krafta að talsverðu leyti?

Sveinbjorn | 13.11.2008 kl. 17:22
Sveinbjorn

Jú, það er hægt að spyrja að því. Hvað 17./18. öldina snertir, þá held ég að svarið sé í grófum dráttum "nei". Reyndar hefur ökónómískur determinismi í svona efnum beðið hnekk undanfarna áratugi út af discredited marxisma...