9.11.2008 kl. 20:56

Ég var að fá góðar fréttir með póstinum -- tilkynningu þess efnis að ég mun útskrifast úr Edinborgarháskóla með ágætiseinkunn sem meistari í sagnfræði núna í byrjun Desember.

Lokaeinkunnin skiptir auðvitað ekki höfuðmáli þar sem ég er þegar búinn að fá stöðu og styrk sem doktorsnemi hérna, en það er samt gott að vita að maður hafi staðið sig vel.

Síðan held ég að áttundi áratugurinn í Svíþjóð hljóti að hafa verið gargandi snilld...


11 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Nanna | 9.11.2008 kl. 21:06
Nanna

Skál! :)

Sveinbjörn | 9.11.2008 kl. 21:11
Sveinbjörn

... fyrir Fróni og Fjölni og allt það!
Og fyrir þeim snjöllum sem þar hafa skrimt og hrokkið.
Við minnumst Ingólfs Arnarsonar í veislum,
en óskum þess að skipið hans - það hefði sokkið

Einar Örn | 9.11.2008 kl. 22:31
Einar Örn

Til hamingju! Ertu þá kominn með tvo mastera?

Sveinbjörn | 9.11.2008 kl. 22:32
Sveinbjörn

Já, ég er "Double-Massah!" ;)

Arnaldur | 9.11.2008 kl. 23:47
Arnaldur

Yessah Massah...

Arnaldur | 9.11.2008 kl. 23:52
Arnaldur

Vá... Skilur svona ekki ör á sálinni eftir sig? Þá á ég við klæðaburð Svíanna.

Arnaldur | 11.11.2008 kl. 16:07
Arnaldur

Geðveikt... Ég er búinn að vera að skoða gögn um erlendar skuldir ríkisins og síðan þín kemur upp í 3 sæti ef maður googlar "Erlendar skuldir ríkisins".

www.sveinbjorn.org/news/2005-08-11-16-18-50

Sveinbjörn | 11.11.2008 kl. 17:37
Sveinbjörn

Já, ég er í fyrstu niðurstöðunum fyrir alls konar íslenska frasa, enda inniheldur þessi vefsíða nú um 510 þúsund orð af (að mestu leyti íslenskum) texta. Commentin ein og sér eru um 200 þúsund orð.

Arnaldur | 11.11.2008 kl. 20:05
Arnaldur

Bráðum verður þú konungur internetsins!!!

One day my son, this will all be yours.

Sindri | 12.11.2008 kl. 21:40
Sindri

Flott hjá þér, þú ert að standa þig drengur.

Grétar | 13.11.2008 kl. 14:30
Grétar

Þegar þú sagðir mér þetta þá voru viðbrögðin mín eitthað á þessa leið...

http://www.youtube.com/watch?v=Ew1q-qSMZ5A&feature=related