4.11.2008 kl. 18:01

Biðst afsökunar á hversu latur ég hef verið að uppfæra síðuna, en ber það mér til varnar að enn er engin internettenging í pleisinu þar sem ég bý. Þetta mun þó allt reddast á næstu dögum.

Það er í sjálfu sér ekkert fréttnæmt í mínu lífi. Ég verð með stuttan fyrirlestur um doktorsverkefnið mitt á föstudaginn, og er að vinna að grein um náttúruguðspeki í Englandi á 17du öld og ris efnishyggju og aþeisma í Frakklandi á 18du öld. Mikið af textunum sem ég er að lesa eru í þessum stíl:

And now, if we reflect upon this necessary Appendage of the Terraqueous Globe, the Atmosphere; and consider the absolute Necessity thereof to many Uses of our Globe, and its great Convenience to the Whole: And in a Word, that it answereth all the Ends and Purposes that we can suppose there can be for such an Appendage: Who can but own this to be the Contrivance, the Work of the Great Creator? Who would ever say or imagine such a Body, so different from the Globe it serves, could be made by Chance, or be adapted so exactly to all those forementioned grand Ends, by any other Efficient than by the Power and Wisdom of the infinite God! Who would not rather, from so noble a Work, readily acknowledge the Workman, and as easily conclude the Atmosphere to be made by GOD, as an Instrument wrought by its Power, any Pneumatic Engine, to be contrived and made by Man.

Síðan braut ég öll prinsíp mín -- keypti kort í líkamsræktarstöð og er um þesar mundir að púkka upp á reyktan, áfengismaríneraðan skrokkinn.

Lífið er annars leiðinlegt og erfitt án internetsins. Ég er ekki svo viss um að þessi vefsíða hafi rétt fyrir sér.


17 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Aðalsteinn | 4.11.2008 kl. 22:47
Aðalsteinn

Jú, hún hefur víst rétt fyrir sér.

Sveinbjörn | 5.11.2008 kl. 16:46
Sveinbjörn

Reyndu að vera netlaus í tvo mánuði og síðan skulum við ræða málin.

Aðalsteinn | 5.11.2008 kl. 17:52
Aðalsteinn

Ég hef þegar prófað það, oftar en einu sinni. Hvað nákvæmlega viltu ræða?

Sveinbjörn | 5.11.2008 kl. 19:36
Sveinbjörn

Fannstu ekki fyrir einmanaleika og upplýsingahungri?

Aðalsteinn | 5.11.2008 kl. 22:34
Aðalsteinn

Haha, nei tilveran varð skýr og björt!

Sveinbjörn | 6.11.2008 kl. 02:50
Sveinbjörn

Segir maðurinn sem svaraði þessu kommenti á mettíma...

Aðalsteinn | 6.11.2008 kl. 17:30
Aðalsteinn

Enda er tilveran myrk og ruglingsleg þessi misserin sem ég hef ótakmarkaðan aðgang að netinu.

Sindri | 5.11.2008 kl. 12:38
Sindri

Sveinbjorn I gymminu, wow that's something. Hvar er haegt ad nalgast mida a tha syningu? :)

Doddi | 5.11.2008 kl. 12:39
Doddi

Felast öll prinsipp þín í því að æfa ekki í líkamsræktarstöð?

Sveinbjörn | 5.11.2008 kl. 16:46
Sveinbjörn

Eiginlega -- en það er allavega sundlaug þarna.

Arnaldur | 5.11.2008 kl. 14:56
Arnaldur

Vá hvað þessi skrif eru byggð á hómósentrískum viðmiðum. Mjög lélegt. Falleinkunn. Commit it to the flames.

Annars væri ég líka til í að sjá Sveinbjörn tear it up in the Gym.

Sveinbjörn | 5.11.2008 kl. 16:48
Sveinbjörn

...for it can contain nothing but sophistry and illusion.

Varðandi gymmið, þá hef ég komist að því á undanförnum dögum að ég er ekki í nærri því jafn lélegu formi og ég helt. Held að 'the cellular regeneration of youth' sé að halda súrsaða tóbaksskrokknum mínum í status quo.

Brynjar | 5.11.2008 kl. 17:41
Brynjar

ef þessi síða væri matseðill myndi ég velja reykta, áfengismarineraða skrokkinn fram yfir súrsaða tóbaksskrokkinn.

Arnaldur | 6.11.2008 kl. 09:24
Arnaldur

Fuckin' baby!

Gunni | 7.11.2008 kl. 00:58
Gunni

I don't think that word means what you think it means (púkka). But I could be wrong.

Arnaldur | 7.11.2008 kl. 19:32
Arnaldur

I maintain that you are indeed wrong. Hvað heldur þú að það "að púkka" þýði annars Gunni? I'm quite curious to hear the alternative version...

Sveinbjörn | 9.11.2008 kl. 20:59
Sveinbjörn

I second that.