Ótrúlegt en satt, þá er ég ekki tala um Ísland. Ég er að tala um Bretland. Í dag eyddi ég 45 mínútum í símanum að reyna að fá opnaða símalínuna frá British Telecom hérna í íbúðinni. Hef aldrei fengið svona lélega þjónustu. Ekki bara kostar það himinháar upphæði, og einungis einn þjónustuaðili til boða, heldur tekur það *ellefu virka daga* að kveikja á símalínunni. Jahá, 11 virka daga. Síðan er vefsiðan þeirra ömurleg, og þar engar upplýsingar að finna. BT færi á hausinn á viku í alvöru samkeppnisumhverfi.


10 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Brynjar | 16.10.2008 kl. 03:04
Brynjar

það er klárlega verið að mismuna þér vegna þjóðernis.

Einar Jón | 16.10.2008 kl. 08:07
Einar Jón

Það er ekkert miðað við hjá Tal.
Ég var með línu (sími+net) sem var þegar tengd rétt, svo það eina sem þeir hefðu þurft að gera var að breyta einhverjum tölvustillingum.
Í staðinn sendu þeir inn 2 beiðnir til lína.net, að aftengja gamla samkeppnisaðilann (Vodafone), og tengja aftur hjá þjónustuaðilanum sem Tal leigir af (líka Vodafone).

En þar sem ég var þegar tengdur gleymdu þeir seinni beiðninni, og ég var sambandslaus í næstum mánuð.

Sveinbjörn | 16.10.2008 kl. 11:59
Sveinbjörn

Noh, maðurinn bara í Indlandi. Ertu þar for good?

Einar Jón | 19.10.2008 kl. 10:12
Einar Jón

Ég verð á Indlandi til 2011, að ég held.

Arnaldur | 16.10.2008 kl. 14:24
Arnaldur

Ég hef ekkert nema gott um Tal að segja. Frábær þjónusta í alla staði (enn sem komið er).

Sveinbjörn | 16.10.2008 kl. 14:48
Sveinbjörn

Er Arnaldurinn loksins nettengdur?

Arnaldur | 17.10.2008 kl. 14:55
Arnaldur

Já og Nei. Ég er víst tengdur en get bara ekki tengst. Það kom einhver glæpasímvirki árið 1994 og setti inn "ný-móðins" símtengi (dósir) hjá okkur.

Enginn sem ég hef talað við í símabúðum hefur nokkru sinni séð slík tengi, þó að sumir viðurkenni að hafa heyrt af þeim fyrir einhverjum 10 árum.

Þannig að það er internet heima, ég bara get ekki tnegst því.

Fer í að skipta um dósir um helgina.

Sveinbjörn | 19.10.2008 kl. 18:34
Sveinbjörn

I heard it through the grapevine að Arnaldur nokkur Grétarsson væri loksins sítengdur upplýsingahraðbrautinni eftir margra ára netleysi.

Arnaldur | 20.10.2008 kl. 00:01
Arnaldur

Það er rétt metið.

Sveinbjörn | 22.10.2008 kl. 16:08
Sveinbjörn

Hversu hraða tengingu fékkstu þér? Ótakmarkað niðurhal?