10.10.2008 kl. 17:30

Ríkið farið að skammta gjaldeyrinn alveg eins og í gamla daga. Nú hlýtur að hlakka í bjúrókrötunum...

Tímabundin temprun á útflæði gjaldeyris

Til: innlánsstofnana

Frá: Seðlabanka Íslands

Vegna óvenjulegra aðstæðna er eftirfarandi upplýsingum og tilmælum beint til innlánsstofnana.

1. Búið er að grípa til ráðstafana til að draga úr erlendum úttektarheimildum á kreditkortum. Ekki er talin ástæða til að takmarka ferðamannagjaldeyri umfram það sem bankarnir sjálfir eru að gera vegna skorts á seðlum hjá þeim sjálfum. Eðlilegt er að bankar geri þá kröfu að framvísað sé farseðli eða ígildi hans og að viðkomandi sé í viðskiptum við banka/útibú.

2. Setja þarf upp forgangsafgreiðslu á gjaldeyri vegna vöru- og þjónustuinnflutnings. Ekki er æskilegt að eyða tíma í að eltast við einstaka vöruflokka, heldur einbeita kröftum að því að fylgjast með hærri fjárhæðum. Þar sem starfsmenn bankaútibúa þekkja best til sinna viðskiptavina væri eðlilegt að þeir hefðu með höndum mat á því hvort beiðnir um gjaldeyriskaup vegna innflutnings eru vegna nauðsynlegs innflutnings á vöru og þjónustu. Yfirmenn ábyrgðust sölu gjaldeyrisins og gætu leitað til Seðlabankans til að fá úrskurð ef vafi léki á nauðsyn. Ef óskað er eftir kaupum á gjaldeyri frá Seðlabankanum vegna innflutnings vöru eða þjónustu skal senda tölvuskeyti þar að lútandi á tölvupóstfang: gjaldeyrisumsokn@sedlabanki.is. Þar verða beiðnir metnar og afgreiddar eins hratt og unnt er.

3. Í forgangsflokkum gætu t.d. verið eftirfarandi liðir, matvara, lyf, olíuvörur og opinber kostnaður erlendis.

4. Forðast ætti að nýta gjaldeyri sem kemur inn í bankana, til fjármálatengdra gjaldeyrisviðskipta af neinu tagi.

5. Þeir bankar sem njóta fyrirgreiðslu Seðlabankans þurfa að gera sundurliðaða grein fyrir öllum gjaldeyrisviðskiptum sínum í lok hvers dags.


8 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Einar Örn | 10.10.2008 kl. 18:31
Einar Örn

"Tímabundin temprun" er alveg einstaklega pent orðalag yfir það að gjaldeyrisviðskipti séu í lamasessi

Gunni | 11.10.2008 kl. 18:38
Gunni

Hvað er að gerast hjá þér? Ég heyri að sumir námsmenn þarna úti geti ekki fengið að leigja nema borga allt fyrirfram og aðrir geta ekki tekið út af kortum fyrir mat... Are you ok?

Sveinbjorn | 12.10.2008 kl. 19:12
Sveinbjorn

Juju, thad er i lagi med mig. Atti nokkur hundrud pund, er ad lifa a theim sem stendur. Sidan aetladi gamla folkid ad hjalpa mer gegnum vinafolk herna i UK, og styrkurinn minn fra Edinborgarhaskola er audvitad i pundum. En thorrinn af ollu sparife minu er bundid i islenskum kronum, og med ollu gagnslaust.

I odrum ordum, tha held eg ad eg se a komast betur fra thessu heldur en mjog margir.

Einar Orn | 15.10.2008 kl. 00:27
Einar Orn

Eru Skotarnir e-d ad hnyta i thig?

Sveinbjörn | 15.10.2008 kl. 17:06
Sveinbjörn

Nei, Bretar eru upp til hópa fólk sem hvorki les né horfir á fréttir, óþveginn almúginn rýnir bara í The Sun til þess að fá smjörbragð af því sem er að gerast í "heiminum".

Arnaldur | 20.10.2008 kl. 11:26
Arnaldur

Englendingarnir eru nú samt eitthvað að hnýta í þig er það ekki?

Arnaldur | 20.10.2008 kl. 11:26
Arnaldur

Einar á ég við...

Adalsteinn | 15.10.2008 kl. 18:29
Adalsteinn

smjorbragd... klass