8.8.2008 kl. 17:05

Fyllti út lögregluskýrslu í dag og keypti mér nýja fartölvu. Þetta var ekki svo hrikalegt -- 1200 pund með stúdentaafslætti fyrir ódýrustu MacBook Pro vélina, sem er í grófum dráttum eins og gamla vélin mín nema með stærri hörðum diski. Síðan fæ ég væntanlega vaskinn endurgreiddan þegar ég fer heim.

Hins vegar mun ég nú þurfa að venjast evrópsku lyklaborð -- með litlum Shift takka og hærri Return takka. Síðan er helvítið auðvitað með breskri kló.

Annars verð ég að bæta því við að Time Machine er argasta snilld. Það var í alla staði einfalt og sársaukalaust að restore-a allt kerfið mitt frá nýjasta afriti. Ég var kominn með gamla vinnu-umhverfið mitt í fúll svíng minna en klukkutíma eftir að ég kom heim með maskínuna.


6 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Siggi | 9.8.2008 kl. 01:19
Siggi

úff, congratz. Leist ekkert á fyrri póst um þjófnaðinn.

Talandi um að setja upp tölvur. Þá hef ég þurft að setja upp tvær windows tölvur fyrir vini mína. og það er næstum dags vinna per vél.

Afhverju geta ekki allir verið á mac?

Sveinbjörn | 9.8.2008 kl. 11:24
Sveinbjörn

Congratz? Well, ég er ennþá settur aftur um hátt í 200 þúsund krónur, sem er andskoti blóðugt.

Komst síðan að því í dag að helvítis tryggingarnar þekja þetta ekki sökum þess að ég er búinn að vera meira en 3 mánuði erlendis -- réttara sagt, 3 mánuði og 20 daga! Fucking small print....

Gunni | 12.8.2008 kl. 00:30
Gunni

Come on, eins og Monty Python sungu á sínum tíma....

you know what song I mean....sing it with me....
Weeeeelllllll, Immanuel Kant was a real pissant....... NEH!

Sveinbjörn | 12.8.2008 kl. 19:45
Sveinbjörn

Pedantry!

Doddi | 14.8.2008 kl. 11:41
Doddi

Sjokkerandi að lesa um þessa lyklaborðsraunir.

Sveinbjörn | 16.8.2008 kl. 18:47
Sveinbjörn

You better belive it ;). Þegar maður er búinn að þróa vélritunarhraða down to a fine art, og með alls konar sérstakar stillingar og shortcuts fyrir alls konar shit, þá er algjör bitch að venjast nýju lyklaborði.