7.8.2008 kl. 14:39

Bakpokanum mínum með fartölvunni minni var stolið í gær og ég er núna tölvulaus. Tölvuleysið er það hrikalegasta sem hefur komið fyrir mig í langan tíma. Mér líður eins og Samson án hársins. Ef tryggingarnar bæta þetta ekki þá setur þetta mig aftur um 200 þúsund krónur -- og það eru 200 þúsund krónur sem ég hef engan veginn ráð á að missa.

Lán í óláni þá gerði ég afrit með Time Machine í gærmorgun, þannig að ég missi allavega ekki gögnin mín. Það hefði verið ómælanlega hrikalegt að missa mastersritgerðina. Þetta setur mig þó aftur um 2 daga af vinnu.

Ég sé nú mikið eftir því að hafa ekki sett Firmware Password á vélina. Mig hryllir við tilhugsunina að einhver sé að njóta fallegu Mac Book Pro tölvunnar mínnar og gramsa í gögnunum mínum.

Ekki hjálpar að það voru tvær bókasafnsbækur í bakpokanum mínum sem ég mun væntanlega þurfa að bæta safninu. Það sem verra er, þá voru þetta bækur sem eru mikilvægar fyrir mig við að vinna að mastersritgerðinni. Það á eftir að vera erfitt að grafa upp önnur eintök.

Ég vona að skíthællinn sem stal bakpokanum mínum fái krabbamein og deyji kvalarfullum, einmanalegum dauðdaga.


10 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Níels gunga | 7.8.2008 kl. 17:11
Unknown User

Innilegar samúðarkveðjur.
Símanum mínum var stolið um daginn og einhver fór að hringja til +77 sem ég veit ekki hvað er.
En, geturðu ekki einhvernveginn trackað niður tölvuna þína? IP- eitthvað töluleit á netinu eða hakkedíhakk?

Sveinbjorn | 8.8.2008 kl. 12:57
Sveinbjorn

Thannig tracking mekanismi er bara mogulegur ef madur hefur tekid radstafanir vid ad setja inn hugbunad sem hringir heim a einhvern hatt. Thad gerdi eg ekki. Eg mun svo sannarlega vera varkarari i framtidinni...

Djofulsins thjofotti andskoti...

Logi Helgu | 8.8.2008 kl. 08:49
Logi Helgu

Samúðarkveðjur, mikið rosalega er gott að heyra að menn nota TM, ég þarf að fara að drífa mig í að nota TM áður en minni verður stolið.

Arnaldur | 8.8.2008 kl. 11:27
Arnaldur

Goddamn cockmunchers! Ég trúi þessu ekki. Glatað.

Nanna | 8.8.2008 kl. 11:57
Nanna

Öss...ljótt að heyra! Ég vona að tölvuskjárinn springi framan í andlitið á honum og afmyndi hann til frambúðar (svona til viðbótar við krabbameinið).

Einar Örn | 8.8.2008 kl. 12:50
Einar Örn

Úff... þú átt alla mína samúð. Fáðu svo bara að nota tölvuna hans Grétars, gerir hann hvorteðer nokkuð annað en að skoða kl*m?

Einar Örn | 8.8.2008 kl. 12:53
Einar Örn

Spurning um að fá sér þetta: http://www.orbicule.com/ ?

Sveinbjorn | 8.8.2008 kl. 13:59
Sveinbjorn

Well, þetta hjálpar ekki mikið þegar það er þegar búið að stela tölvunni....

Einar Örn | 11.8.2008 kl. 00:10
Einar Örn

meinti þetta augljóslega ekki þannig

Sveinbjorn | 8.8.2008 kl. 12:55
Sveinbjorn

Eg aetla ad kaupa nyja MacBook Pro i dag. Verd bara ad "cut my losses" og vona ad tryggingarnar baeti thetta eitthvad. Tharf ad fara nidur a logreglustod og gefa skyrslu o.fl.

Ohad peningunum tha hefur thetta kostad mig tima og vesen sem eg hef eiginlega ekki rad a med deadline framundan.