Var að rekast á gamalt BBC viðtal við breska heimspekinginn Alfred Ayer um rökfræðilega raunhyggju, heimspekistefnuna sem dómíneraði fyrri hluta 20. aldarinnar. Þetta er alveg frábært stöff. Ayer situr þarna og keðjureykir og talar um heimspeki með posh Oxford-hreimnum sínum. Fyndið, ákveðnir taktar hjá honum minna mig á hann Þorstein Gylfason heitinn.

1. hluti af Ayer viðtalinu
2. hluti af Ayer viðtalinu
3. hluti af Ayer viðtalinu
4. hluti af Ayer viðtalinu

Þetta er úr gamalli seríu af þáttum með Bryan Magee þar sem hann talar við fræga heimspekinga. Alveg fáránlega intellectual sjónvarpsefni. Synd að það er ekki meira af þessu framleitt í dag. Heimur versnandi fer.

Uppfærsla: Hlekkir yfir á helling af þessum Bryan Magee viðtölum á þessari síðu. Þetta er allt úr BBC þáttaröð sem hét "Men of Ideas", frá 1978.


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Gunni | 2.8.2008 kl. 10:05
Gunni

Skemmtilegt viðtal, minnir mann samt pínulítið á Fry and Laurie sketchinn:

F: My question is this: is our language - English - capable... is English capable of sustaining demagoguery?

L: Demagoguery?

F: Demagoguery.

L: And by "demagoguery" you mean...

F: By "demagoguery" I mean demagoguery...

F: May I compartmentalize - I hate to, but may I, may I: is our language a function of our British cynicism, tolerance, resistance to false emotion, humour and so on, or do those qualities come extrinsically - extrinsically] - from the language itself? It's a chicken and egg problem.

L (to screen): We're talking about chickens, we're talking about eggs.

Sveinbjörn | 2.8.2008 kl. 10:21
Sveinbjörn

Fráært Fry og Laurie sketch, vafalaust að gera grín að nákvæmlega svona intellektúal BBC sjónvarpsefni. Ég hef einmitt póstað þessum sketch hérna áður:

http://www.youtube.com/watch?v=ZFD01r6ersw

Annars þá las ég ævisögu Ayers eftir Ben Rogers fyrir nokkrum árum, þegar ég var undir álögum Language, Truth and Logic. Karlinn var svakalegur höstler. Skemmtilegt að sjá hann "live".

Einar Örn | 3.8.2008 kl. 12:25
Einar Örn

Takk fyrir að linka á þetta, frábært stöff

Brynjar | 5.8.2008 kl. 15:50
Brynjar

ég las einusinni bókina "The Great Philosophers: An Introduction to Western Philosophy" eftir Bryan Magee sem er einmitt safn transcripta uppúr þessum þáttum. Ég man ég hugsaði að gaman væri að sjá þessar upptökur.
Lifi FLV byltingin !

Dagur | 16.8.2008 kl. 07:18
Dagur

Merkilegt hvað það er mun auðveldara að fylgja því sem Ayer segir, heldur en því sem hinn segir. Ég á erfiðara með að átta mig á hvað hinn gaurinn er að fara þegar hann talar, það tekur mig lengri tíma. En þegar Ayer talar þá er það umsvifalaust ljóst.