19.7.2008 kl. 20:41

Flash video (.flv) er eitt af stóru nýjungunum á netinu undanfarin ár, og nú er hægt að nálgast alls konar efni á YouTube, Google Video o.fl. stöðum. Það er hins vegar pirrandi að horfa á vídeó í vafranum sínum -- sérstaklega lengra myndefni -- og oft vill maður geyma klippur til áhorfs síðar. Ég held að ég hafi dottið inn á mjög góða aðferð til þess að gera þetta í Mac OS X.

Skref 1: Sækja og setja inn SafariStand

SafariStand er plug-in fyrir Safari sem bætir við alls konar gagnlegum fídusum, þ.m.t. að láta 'target _blank' glugga opnast í nýjum tab, fjarlægja metaláferð, skoða HTTP headera o.fl. Ofan á allt þetta er nýjasta SafariStand með "Download FLV" fídus:

flash safaristand

Með þetta í gangi er hægt að Cmd-smella á embedded Flash vídeó og hala því niður sem flv skjali.

Skref 2: Sækja VLC 0.9

Nýjasti VLC, útgáfa 8.6, styður afspilun FLV en er með mjög gloppóttan stuðning -- leyfir manni t.d. ekki að hoppa milli staða í vídeói, og gefur upp fullt af villuboðum.

Hins vegar er mjög góður stuðningur í allra, allra nýjustu útgáfunni, 0.9, sem hægt er að sækja hér.

Þetta SafariStand/VLC kombó er að reynast mér dúndurvel. Mæli með þessu.


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Einar Örn | 21.7.2008 kl. 09:58
Einar Örn

Virkar SafariStand með Safari 3 á Leopard?

Sveinbjörn | 21.7.2008 kl. 19:55
Sveinbjörn

Já. Ég er að nota hann.

Einar Örn | 21.7.2008 kl. 22:47
Einar Örn

Ok, kúl. En var ekki eitthvað hax með inputmanagers í leopard?

Sveinbjörn | 23.7.2008 kl. 01:15
Sveinbjörn

Nei, nýjasta útgáfan af SIMBL virkar fínt.

Mæli annars líka með megazoomer plugin-inu, leyfir manni að fullscreen-a hvaða glugga.