19.7.2008 kl. 14:20

Ég var að skoða nýja uppfærða vef Háskóla Íslands, og ég verð að segja að mér finnst þetta alveg einstaklega smekklegur og flottur vefur í alla staði.


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Arnaldur | 21.7.2008 kl. 14:41
Arnaldur

Já? Ég verð að segja fyrir mitt leyti, að mér finnst hann einstaklega þungur og clunky og maður finnur ekki neitt lengur á þessum hæga skítavef. Þar fyrir utan er það mjög athyglisvert að margir undirvefirnir (þegar maður loksins finnur þá) eru ennþá með gamla sniðinu og tilkynna manni glaðir og reifir að HÍ hafi opnað nýjan vef.

(t.d. www.hugvis.hi.is/)

En jújú, flottur er hann.

Sveinbjörn | 21.7.2008 kl. 19:58
Sveinbjörn

Hmm...hann er nú ekkert hrikalega þungur fyrir utan stóru flash animationina, sem mér finnst þeir reyndar hafa mátt sleppa.

En jú, þetta með undirvefina er lélegt. En það er náttúrulega þannig að hver einasta deild sér um sinn vef sjálf, engin co-ordination.

Arnaldur | 23.7.2008 kl. 15:25
Arnaldur

Ég veit ekki. Þetta birtist mér sem eitthvað Java/Flash monstrosity. Kannski er það vegna þess að ég er ekki á nógu sjúklega hraðri tengingu.

Sveinbjörn | 23.7.2008 kl. 18:52
Sveinbjörn

Þetta er Flash animated banner, ekkert Java þarna. Hann er heldur ekki svo hrikalega stór, bara 64 KB.

http://hi.is/flash/banner_4.swf

En já, ég man ekki betur heldur en að þú hafir verið svo spenntur fyrir Flash hérna um árið og fundist það svo kúl?

Ég hef alltaf hatað Flash og allt svona animations dót á vefnum. Þetta er hægt og bloated, yfirleitt alltaf notað í gagnslausar auglýsingar eða óþarfa glingur.