Helvíterettasnalegt

Ég trúi því ekki að það eigi að breyta opnunartíma Ölstofunnar út af þessum vælukjóum. Þetta fólk getur tekið sinn "stjórnarskrárvarða rétt til friðhelgi einkalífs og heimilis" og troðið honum þar sem sólin ei skín. Hvað með rétt fólks til þess að drekka sinn bjór og reykja sínar sígarettur í friði frá fjölskylduvænum millistéttarpúrítanisma á þessum eina stað í borginni?

Versti hávaðinn í miðbænum takmarkast að mestu leyti við Laugarveginn og rétt inn í göturnar út frá honum. Einhvers staðar verða nú menn að fá að skemmta sér. Þess utan er mikið af þessari hávaðamengun út af nasistalögunum um reykingar sem fóru í gegn í fyrra. Annað hvort fær fólk að reykja inni eða það reykir úti og er þ.a.l. með hávaða þar. Það er ekki hægt að banna fólki að gera allt sem stangast á við siðprúða heilbrigðisóríenteraða bourgeois orþódoxíu, hversu mikið sem sumum virðist langa til þess.

Hvað húsnæði miðsvæðis snertir, þá er til nóg af fínu húsnæði 75-100 metra frá Laugarveginum þar sem menn geta fengið svefnfrið og samt notið góðs af því að búa í miðbænum. Þeir sem eiga húsnæði á aðal djammsvæðinu geta nú bara sjálfum sér um kennt. Hlutirnir hafa verið svona í mörg ár og þetta fólk hefur væntanlega vitað að hverju það gekk þegar það keypti á sínum tíma.

Sé fólk ósátt, þá er það í þeirri öfundsverðu stöðu að geta selt húsnæðið á morðfjár -- það eru margir mjög spenntir fyrir því að búa þarna, hávaði eður ei. Þessir ósáttu eigendur ættu bara að selja fyrir vænan skilding, kaupa sér einbýlishús í Grafarvoginum og nota mismuninn í að borga undir sig sex mánaða dvöl á hvíldarheimili fyrir aldraða.


7 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Arnaldur | 23.6.2008 kl. 11:35
Arnaldur

Wow, feisty! I like it!

Eiki | 23.6.2008 kl. 11:37
Eiki

Það gengur ekki að skrifa "leiti" og ætlast til þess að fólk taki mann alvarlega. Svona stafsetningarlýti er umfram það sem venjulegt fólk getur sætt sig við. Hvað eiga siðprúðir Íslendingar á síðdegisnetprómenað sem eiga sér einskis ills von, margir þeirra börn, til bragðs að taka? Ísbjörn nagi þínar kvartanir!
-Áhyggjusöm tepra

Sveinbjörn | 23.6.2008 kl. 11:42
Sveinbjörn

Úpps, skrifað í flýti og nú leiðrétt.

Ágætt að einhver pedant haldi mér góðum. Þessa dagana á ég satt að segja erfitt með að skrifa og tala almennilega íslensku þar sem ég tala og skrifa ensku alla daga...

Halldór Eldjárn | 23.6.2008 kl. 17:04
Halldór Eldjárn

Veit ekki til þess að það sé hægt að vera „áhyggjusamur“.

Eiki | 24.6.2008 kl. 10:05
Eiki

Þetta er tilvitnun, eftir minni, í þýðingu Ólafs B. Guðnasonar á "concerned prude" í Simpsons.
Öll vitleysa skrifist á mig og sósuduftið sem ég fann á bílastæðinu og át.

Gunni | 25.6.2008 kl. 00:10
Gunni

Oh Margie, you came and you found me a turkey, on my vacation awaaaayy from worky.

Sindri | 23.6.2008 kl. 14:13
Sindri

Úff, ég er fyrir löngu hættur að nenna að benda Sveinbirni á hversu ömurlegur hann er í íslenskri stafsetningu og málfræði... :)