20.6.2008 kl. 22:15

Ég var að horfa á Stanley Kubrick myndina Barry Lyndon í fyrsta skiptið í dag. Þessi mynd er meistarastykki, -- besta kvikmynd sem ég hef séð í langan tíma. Ég veit ekki hvað fólk er að væla yfir því að hún sé langdregin. Skemmti mér konunglega gegnum allar 3 klst.

Tónlistin í myndinni er einnig ógleymanleg, og er auðvitað klassísk 18du aldar tónlist. Smá dæmi, virkilega frábært píanóverk eftir Schubert.


3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Logi Helgu | 23.6.2008 kl. 10:32
Logi Helgu

Nú verð ég bara að að drattast í það að horfa á þessa ræmu, svona fyrst hún fékk svona góða dóma hjá þér ;)

Sveinbjörn | 23.6.2008 kl. 10:33
Sveinbjörn

Be warned, ég er með eklektískan kvikmyndasmekk. ;)

Sindri | 23.6.2008 kl. 20:35
Sindri

Ég horfði á þessa mynd fyrir nokkrum árum. Mig minnir að ég hafi verið nokkuð sáttur.