17.6.2008 kl. 20:45

Var að sækja nýja Safari 4.0 Developer Preview-ið. Hægt að fá það í torrent gegnum PirateBay eða með því að logga sig inn í Apple Developer Connection account.

Þessi nýji Safari er alveg svakalega hraður. Maður finnur samstundis fyrir muninum, jafnvel á hrikalegu þráðlausu nettengingunni sem ég stel frá nágranna mínum hinu megin við götuna. Já, Safari er klárlega orðinn hraðasti vafrinn á markaðinum.

Annar fídus sem er alveg ótrúlega gagnlegur og sniðugur fyrir vefforritara eins og mig er nýji Web Inspectorinn. Hann er frábær fyrir alls kyns díagnostík og getur gefið manni yfirlit yfir beiðnir, gögn, hraða etc. á síðum:

Safari4 Picture 1 Thumbnail Safari4 Picture 2 Thumbnail
Safari4 Picture 3 Thumbnail Safari4 Picture 4 Thumbnail
Safari4 Picture 5 Thumbnail

3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 18.6.2008 kl. 21:28
Steinn

Sheisse! Og að þú hafir verið að tala um nördisma í annarri færslu.

Sveinbjörn | 19.6.2008 kl. 02:54
Sveinbjörn

Þetta er nú tæplega high-level nörd. Hraði á beiðnum um gögn í vafranum? Layman með smá HTML kunnáttu ætti að geta skilið þetta allt.

Steinn | 19.6.2008 kl. 10:14
Steinn

NO WAY, NERD!!