8.6.2008 kl. 22:15

Ég var að enda við að lesa skýrslu í Economist um menntamál í Finnlandi og Svíþjóð, en þessar tvær þjóðir, ólíkt Íslendingum, standa sig mjög vel í menntun barna.

Finnland hefur staðið sig einstaklega vel undanfarna áratugi, og það má vist rekja til góðra kennara, en kennarar í grunnskólum Finnlands eru upp til hópa með það sem samsvarar mastersmenntun. Síðan kemst ekki hver sem er í kennaranámið. Mér fannst eftirfarandi hreint út sagt ótrúlegt:

Matti Meri, a professor of pedagogy, tells me that the root of the Finnish education system's success is its extraordinary ability to attract the very best young people into teaching: only around 10% of applicants are accepted for teacher training.

Jahá, einungis 10% af umsækjendum -- elítan -- kemst í kennaranám. Hlutum er ekki beinlínis þannig háttað á Skerinu, þar sem kennsla í grunnskólum og menntaskólum er illa borguð og laðar upp til hópa ekki að sér hæfasta og besta fólkið sökum lakra launakjöra (þótt auðvitað starfi þar mikið af góðu og færu fólki).

Ég var mörg ár í íslenska grunnskólakerfinu. Í retróspekt þá var það hreint út sagt agalegt. Kannski væri sniðugt að reyna að koma menntamálum á Íslandi í lag í stað þess að byggja olíuvinnslustöðvar á Vestfjörðum?


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Aðalsteinn | 9.6.2008 kl. 23:21
Aðalsteinn

Hvað í ósköpunum hefur olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum með þetta að gera?

Sveinbjörn | 9.6.2008 kl. 23:30
Sveinbjörn

Svosem ekki mikið, nema að það endurspeglar stefnu ríkisins að byggja upp hagkerfi landsins á iðnaði í stað þess að leggja áherslu á að mennta fólk...

Aðalsteinn | 10.6.2008 kl. 21:59
Aðalsteinn

Það er nú ekki ríkið sem ætlar að reisa þessa olíuhreinsunarstöð.

En ég skil hvað þú meinar...

Sveinbjörn | 12.6.2008 kl. 16:19
Sveinbjörn

Nei, en puttarnir þeirra eru í þessu á mörgum stigum málsins.

Marta | 10.6.2008 kl. 04:13
Marta

Ég er sammála með skólakerfið og kennarana. Hefur alltaf þótt svo æpandi augljóst hvað gott menntakerfi er nauðsynleg undirstaða þjóðar. Eins og það sé ekki nógu slæmt að fá oft lélega kennara þá eru sumir bara algjörlega vanhæfir og ófagmannlegir.