6.6.2008 kl. 16:42

Ég fékk loksins bréf frá Edinborgarháskóla í dag, þar sem mér var sagt að ég hefði hlotið "Teaching Scholarship Award" fyrir áframhaldandi doktorsnám. Ég á eftir að komast að því nákvæmlega hversu mikill peningur þetta er, en þetta ætti að vera nóg til þess að ná vel upp í skólagjöld í þrjú ár, og felur í sér að ég muni kenna í kringum 3 klst. á viku.

Ég mun þurfa að hugsa málið mjög vandlega, þar sem þetta er a.m.k. þriggja ára commitment, og Skerið kallar óneitanlega á mig...


17 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Nanna | 7.6.2008 kl. 00:17
Nanna

Öss...ekki fara á Skerið...ef það er farið að kalla á þig þá ertu greinilega ekki búinn að vera nógu lengi úti. Höldum okkur við upprunaleg plön ;)

Brynjar | 7.6.2008 kl. 12:08
Brynjar

til hamingju!

mundu að það er bara ógeðsleg rigning og hátt verðlag á skerinu, annars er líka alltaf hægt að skreppa hingað inn á milli og fá sér premium.

Sveinbjörn | 7.6.2008 kl. 19:05
Sveinbjörn

Well, það er grenjandi rigning og hátt verðlag hérna í Skotlandi líka...

Af hverju fór ég ekki í nám til Cayman eyja?

Magnus | 7.6.2008 kl. 14:15
Magnus

Klakinn er ekki að fara neitt og þú ert ekki að missa af neinu hér. Um að gera að fylgja frekar ráðum Nönnu og Binna.

Dolli | 7.6.2008 kl. 20:26
Dolli

Til hamingju með með verðlaunin maður. Þú ættir að tékka hvort þú getur fengið þetta defered um eina önn, þá getur farið heim í eina önn. Hvað þarftu að taka marga kúrsa í doktorsnáminu annars?

Sveinbjörn | 7.6.2008 kl. 22:25
Sveinbjörn

Þetta ópererar á árs-basis, þannig að ef ég byrja ekki núna þá þyrfti ég að sækja um aftur á næsta ári. Þetta myndi vera 3 ár að klára PhD, pure research og engir kúrsar. Ég er auðvitað búinn að vera 2 ár í kúrsum núna, í gegnum þessar tvær mastersgráður.

Níels | 7.6.2008 kl. 22:33
Níels

tjaa ef þetta er research þá ættirðu að geta researchað á Íslandi og verið hér í mánuð og mánuð.
En auðvitað er skítt er þú þarft að kenna í viku hverri og getur hvergi farið og átt kannski ekki pening í þokkabót til að fara neitt.
Klakinn er yndislegt fyrirbæri og mjög vanmetið. It's not a house it's a home. ha hm.

Sveinbjörn | 7.6.2008 kl. 23:07
Sveinbjörn

Það er reyndar góður punktur. Research-baseruð gráða bindur mann ekki nauðsynlega við neinn einn stað. En kennsla myndi væntanlega vera 11 vikur per önn, tvær annir á ári.

Dagur | 13.6.2008 kl. 20:46
Dagur

22 vikur per ar er ekki neitt madur. Go for it!

Sindri | 9.6.2008 kl. 02:10
Sindri

Flott, congratz!, ég myndi taka þessu. Það getur auðvitað verið leiðinlegt að vera lengi í útlöndum en þú átt eftir að sakna þess þegar þú hefur verið hér í smá tíma.

Grímur | 9.6.2008 kl. 09:39
Grímur

Til hamingju með þetta. Sammála hinum ýmsu fyrri ræðumönnum, Ísland bíður þín af stakri þolinmæði og fer hvergi...

Nafnlaus gunga | 9.6.2008 kl. 10:59
Unknown User

Til hamingju gamli!

Hlynur | 9.6.2008 kl. 10:59
Hlynur

... gleymdi nafni.

Arnaldur | 9.6.2008 kl. 12:16
Arnaldur

Ég læt senda þig beint til Steins ef þú sleppir þessu og kemur hingað heim til að vinna við eitthvað banal lameozoid starf.

Sveinbjörn | 9.6.2008 kl. 15:36
Sveinbjörn

Beint til Steins?

Arnaldur | 11.6.2008 kl. 16:57
Arnaldur

Á geðdeild...

Sveinbjörn | 11.6.2008 kl. 16:58
Sveinbjörn

Ah...