Ég er nýlega búinn að vera að horfa á þá frábæru bresku þætti House of Cards, með Ian Richardson í aðalhlutverki, en hann lék einmitt stórt hlutverk í annari brilljant breskri þáttaröð: Tinker, Tailor, Soldier, Spy.

Það rann upp fyrir mér í miðjum þætti að Ian Richardson er svolítið líkur honum Bertrand Russell:

russell richardson

9 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 3.6.2008 kl. 02:07
Sindri

Hmmm...þeir eru báðir gráhærðir og í hvítri skyrtu og svörtum jakka, that's it.

Logi Helgu | 3.6.2008 kl. 09:12
Logi Helgu

Gott ef ég hafi ekki horft á þetta á RÚV á sínum tíma, merkilega skemmtilegir þættir og ef ég man rétt þá sveifst hann einskis til að ná sínu fram.

Einar Örn | 3.6.2008 kl. 11:45
Einar Örn

Mér finnst þeir ekkert sérlega líkir. Hins vegar er Bertrand Russell skuggalega líkur Sir Arthur Rollo.. Eða öfugt

Arnaldur | 3.6.2008 kl. 13:39
Arnaldur

Mér finnst samt Bertrand Russell-inn í Mitchell and Webb Look 2 ep.6 vera meira convincing.

"-I went to inform my good friend and colleague Ludwig Wittgenstein of this...
- He cried, as I recall..."

Sveinbjörn | 3.6.2008 kl. 14:53
Sveinbjörn

Ég hef ekki séð 2. seríu -- er að torrenta núna, inspired by thee.

Sveinbjörn | 3.6.2008 kl. 14:52
Sveinbjörn

E.t.v. náði ég ekki mjög góðu still af Richardson, en það er mjög sterkur svipur með honum og Russell. Báðir eru grannir, með ílangt höfuð, há kollvik, há kinnbein, hvöss augu, lítin munn og hafa stífar líkamshreyfingar, tala bresku í þunnum efristéttarhreim.

Steinn | 4.6.2008 kl. 20:16
Steinn

Djöfullinn langar mig til að tékka á þessum þáttum. Richardson var frábær í Tinker Tailor. Nema þegar hann tekur dauðakippina, en svona áttu menn að deyja 'in the seventies'

Steinn | 4.6.2008 kl. 20:26
Steinn

Hurru, hvar fékkstu þættina? DVD eða torrent?

Sveinbjörn | 4.6.2008 kl. 20:44
Sveinbjörn

Það er torrent fyrir "House of Cards" og framhaldsseríuna "To Play the King" á isohunt.com