28.5.2008 kl. 21:39

Ég er þessa dagana að svitna yfir mastersritgerðinni fyrir gráðuna mína hérna í Edinborg: 12 þúsund orð þarf hún að vera. Ég las einhvers staðar að Bertrand Russell skrifaði að meðaltali 3 þúsund orð á dag yfir 70 ára tímabil eða svo. Handritin af verkum hans sýndu að hann gerði fáar sem engar leiðréttingar á þeim texta sem hann skrifaði. Heilu bækurnar runnu bara út úr honum. Ég er ekki svona heppinn. Ég prísa mig sælan ef ég næ að skrifa þúsund góð orð á einum degi af erfiðisvinnu.


2 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Halldór Eldjárn | 28.5.2008 kl. 23:01
Sveinbjörn | 30.5.2008 kl. 04:50
Sveinbjörn

Ég myndi nú ekki vilja stunda ritstöld frá honum Kíkeró.