26.5.2008 kl. 21:09

Ég var að hlusta á kvöldfréttir Ríkissjónvarpsins núna áðan, og mér til mikillar undrunar og gleði heyrði ég engan annan en Gunnar Hrafn nokkurn Jónsson tala þar um lendingu geimfarsins Fönix á plánetunni Mars. Helvítis merðinum hafði ljást það að segja mér að hann hefði fengið starf hjá RÚV. Skamm.


Óþýðanleg orð

Eins og sumir vita, þá starfa ég í hjáverkum sem þýðandi, og þýði þá aðallega úr íslensku yfir á ensku. Í kjölfar þessarar atvinnu minnar hef ég komist að því að það eru a.m.k. tvö íslensk orð sem ómögulegt er að þýða almennilega yfir ensku. Fyrra orðið er lýsingarorðið frekur og einnig nafnorðið sem af því er komið, frekja. Gott orð, og gagnlegt þegar maður er að bíða eftir Dominos pítsunni sinni í íslenskri "biðröð." Það er því miður ekkert eitt orð á ensku sem nær fullkomnlega merkingunni. Veforðabókin ordabok.is kom með eftirfarandi tillögur:

demanding; presumptuous; pushy; aggressive; importunate; self-assertive; bold;

Ekkert af þessum orðum dugir. Til þess að þýða það þarf maður að vinna sig einhvern veginn í kringum það og koma merkingunni til skila með samhengi.

Hitt orðið sem ég hef í huga er með öllu ómögulegt að þýða yfir á ensku. Ég á hér við orðið hallærislegt. Sökum svokallaðrar "menningar" samtíma okkar -- og sérstaklega Júróvisjón söngvakeppninnar -- hefur þetta orð reynst mér eitt hið gagnlegasta í íslensku. Ég nota það mikið, en því miður er ekkert eitt enskt orð sem nær merkingunni almennilega. Enn og aftur eru þýðingarnar á ordabok.is ófullnægjandi:

tacky; cheesy; uncool; corny; (US) homely

Uppástungur?


14 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Gunni | 27.5.2008 kl. 12:43
Gunni

Ég sagði þér nú held ég alveg örugglega frá þessu í e-maili sem ég sendi þér á sínum tíma, þú hefur kannski ekki lesið nógu gaumgæfilega? :)

Annars fyndin tilviljun að ég var einmitt að lenda í því að vera að þýða texta um daginn þegar upp kom orðið "frekja", varð eiginlega að láta "demanding" duga þó það geti haft slightly aðra meiningu.

Annars þætti mér fróðlegt að heyra hvernig maður fer eiginlega að því að þýða eftirfarandi án þess að nota orð eins og mucus: "sjúga upp í nefið".

Það eru einhver fleiri svona hugtök og orð sem virka ekki beint á ensku, en ótal fleiri ensk sem ekki virka á íslensku.

Sveinbjörn | 27.5.2008 kl. 12:57
Sveinbjörn

Já þú minntist á að þú hefðir sótt um, en sagðir mér síðan ekkert meira.

En já, "demanding" er ekki nógu gott. Demanding er meira "kröfuharður" eða "krefjandi" og felur í sér ákveðið legitimacy. Menn geta verið demanding, og átt rétt á því að vera demanding, þ.e.a.s. orðið er ekki í eðli sínu neikvætt, þótt það megi auðvitað nota það í neikvæðu samhengi. Hins vegar er frekja neikvætt orð og getur aldrei verið neitt annað, hvert sem samhengið er. Manneskja sem er frek er dónaleg, hún er að brjóta ákveðnar reglur um hvernig menn eiga að hegða sér. Manneskja sem er demanding getur hins vegar gert það innan ramma kurteisinnar.

Annars finnst mér "sjúga upp í nefið" ekkert vandamál, enska er með töluvert styttri og betri leið til þess að segja þeta

Sjúga upp í nefið == to snivel, snuffle, sniff

Gunni | 27.5.2008 kl. 12:44
Gunni

Já, og "hávur", wtf? "Dip net" segir orðabókin en ekki myndi ég kannast við það í fljótu bragði ef ég sæi orðið í texta.

Sveinbjörn | 27.5.2008 kl. 12:58
Sveinbjörn

Já, glatað að það sé ekkert ensk orð fyrir háfur (taktu eftir F-inu ;) Ordabok.is gefur mér "pocket net; landing net" en það er e-n veginn ekki að ná þessu.

Níels | 27.5.2008 kl. 21:47
Níels

íslensk-rússnesk-enskt þýðingarferli fær út :impudent (impudent person).

Og útskýringin á impudent á merriam-webster virðist passa mjög vel við það sem á íslensku er frekja.

Hinsvegar er frekja orð sem er algengt á íslensku, og stendur fyrir ákveðna manngerð. Á meðan impudent er bara lýsingarorð.

Mig minnir að ég hafi spurt John Boyce að þessu einhverntíman, lýst vel fyrir honum hvað frekja er og hann gat líka bara komið með lýsingarorð á undan person.

Frekja er orð sem leikskólabörn nota, en ætli það sé ekki bara vel menntað fólk sem gæti sagt impudent?

Dagur | 28.5.2008 kl. 00:39
Dagur

Það er hvergi jafnmikil þörf fyrir þetta orð og á Íslandi.

Sveinbjörn | 28.5.2008 kl. 14:45
Sveinbjörn

Impudent er heldur ekki nógu gott, því það gefur til kynna mjög strict social boundaries sem farið er yfir. Webster skýringin gefur eftirfarandi samheiti:

Shameless; audacious; brazen; bold-faced; pert; immodest; saucy; impertinent; insolent.

Ekkert af þessu nær merkingunni á frekju. Impudent er mun lúmskari orð heldur en frekur. Menn geta verið impudent á mjög subtle vegu, en hins vegar frekjan ekki subtle. Hún er "crass".

Manneskja sem er frek krefst/heimtar á dónalegan hátt meira heldur en hún á skilið.

Síðan er "impudent" auðvitað fágað orð, eins og þú segir, á meðan frekja er hversdagslegt.

Ég stend við það að ekkert eitt enskt orð nær merkingunni.

Gunni | 28.5.2008 kl. 01:36
Gunni

Vá, var alveg búinn að gleyma sniffle/snuffle. En, já, impudent virkar ágætlega finnst mér.

Gunni | 28.5.2008 kl. 01:38
Gunni

Come to think of it, þá myndi ég samt alltaf þýða "impudent" sem "ósvífinn" en örugglega ekki sem "frekur". Virkar ekki í báðar áttir.

Sveinbjörn | 28.5.2008 kl. 14:46
Sveinbjörn

Já, ósvífinn er mun nær "impudent" heldur en frekur. Impudent og insolent eru svo að segja samheiti.

Sveinbjörn | 1.6.2008 kl. 19:34
Sveinbjörn

"Square" er ekki svo slæmt, en það er samt svona slanguryrði sem er eiginlega dottið úr tísku í enskunni, á meðan "hallærislegt" er tímalaust, og ekki hluti af einhverri tískuorðabylgju.

Einar Jón | 1.6.2008 kl. 22:44
Einar Jón

"Square" er sem sagt orðið hallærislegt, en "hallærislegt" verður aldrei hallærislegt?

Maður verður nú bara ringlaður af að hugsa um þetta...

Sveinbjörn | 1.6.2008 kl. 22:47
Sveinbjörn

Þetta er ekki svo ruglandi, þýðingin er e.t.v. sú sama eða næstum því sú sama, en staða þessara orða í sínum málum eru ólík. "Hallærislegt" er well-entrenched orð í íslensku, en "square" er marginal orð í ensku.