Þetta er eitt það allra heimskulegasta sem ég hef lengi séð:

From: Kristinn H. Gunnarsson [mailto:khg@althingi.is]
Sent: 20. maí 2008 14:05
To: Fjölmiðlar - hópsending; Formenn þingflokka; Frjálslyndi flokkurinn
Cc: helgihelgason@isl.is; Kristinn H. Gunnarsson
Subject: Þingflokkur Frjálslynda flokksins leggst gegn.doc

Til fjölmiðla: Þingflokkur Frjálslynda flokksins leggst gegn því að matvælafrumvarpið verði afgreitt á vorþingi. Þinglokkurinn vill að í engu verði hvikað frá reglum sem eiga að koma í veg fyrir að sjúkdómar berist til landsins.

Bendir þingflokkurinn á að frumvarpið muni hafa mikil áhrif til fækkunar starfa í landbúnaði, framleiðslu, úrvinnslu og þjónustu og vill að stjórnvöld láti gera úttekt á umfangi þeirra áhrifa.

Skortur á samkeppni á íslenskum matvörumarkaði er mikið vandamál neytenda og fráleitt við þær aðstæður að opna fyrir frekari innflutning á matvælum. [áherslur mínar]

Frekari upplýsingar veitir Kristinn s: 892 7630 ef með þarf.

Bestu kveðjur

Kristinn

Ég skil alveg að þeir hafi hagsmuni bændastéttarinnar í huga, en að gerast svo svívirðilegir að halda því fram að "skortur á samkeppni" geri það "fráleitt ... að opna fyrir frekari innflutning" sökum hagsmuna "neytenda" er í alla staði hlægilegt.


9 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sveinbjörn | 26.5.2008 kl. 14:42
Sveinbjörn

Ég verð nú að segja að mig langar svolítið til þess að hringja í hann og grilla hann á þessu ;)

Logi Helgu | 26.5.2008 kl. 15:33
Logi Helgu

Ég væri til í að heyra það, ertu ekki til í að taka það upp og birta svo hér ;)

Sveinbjörn | 26.5.2008 kl. 16:56
Sveinbjörn

Já, það væri svosem ekki mikið mál. Bara Skype og Audio Hijack... ;)

Brynjar | 26.5.2008 kl. 17:21
Brynjar

Subject: Þingflokkur Frjálslynda flokksins leggst gegn punktur doc

ég hélt fyrst að hér væri á ferð pólitísk viljayfirlýsing til að bola Microsoft office út úr íslenskri stjórnsýslu.

Sveinbjörn | 26.5.2008 kl. 17:53
Sveinbjörn

Ef það væri nú bara svo gott

Sveinbjörn | 26.5.2008 kl. 17:54
Sveinbjörn

Btw, hvernig finnst þér grillmeister myndin af þér, Bé?

Brynjar | 26.5.2008 kl. 20:15
Brynjar

ég er glæsilegur ;)

Arnaldur | 27.5.2008 kl. 13:55
Arnaldur

Þetta er ótrúleg hundalógík.

Ég geri nú reyndar sterklega ráð fyrir því að hann eigi við að miðað ríkjandi fákeppni meðal matvælakaupmanna og byrgja, myndi aukin innflutingur ekki endilega skila sér í hagkvæmara vöruverði til neytenda, heldur frekar einvörðungu skila sér í ódýrara innkaupsverði hjá byrgjum (með tilheyrandi hærra profit margin fyrir þá) og þar með samkeppni fyrir innlenda framleiðslu, ekki verslun.

Allavega vona ég að hann eigi við það, allt annað er fráleitt. In any case, þá er þetta mjög illa fram sett.

Hefði meikað meira sense hjá honum að ráðast á Microsoft.

Sveinbjörn | 27.5.2008 kl. 14:18
Sveinbjörn

Já, hann hlýtur eiginlega að meina fákeppni meðal söluaðila matvæla. En rosalega er það er auðvelt að mistúlka þetta...