25.5.2008 kl. 14:43

Hann Doddi var svo góður að benda mér á að nýleg færsla mín um júrókrata hefði verið birt í Viðskiptablaðinu.

Ég er í sjálfu sér ekkert mótfallinn því að hún hafi verið birt í þessu blaði, en mér finnst þó lélegt að fréttamiðlar hafi ekki samband við höfunda efnis sem þeir taka af vefsíðum, og fái heimild til þess að birta það áður en þetta er sent í prentun. Ég er ekki með höfundaréttarlögin á hreinu, en ég geri ráð fyrir að bloggfærslur séu verndaðar af höfundarétti eins og önnur hugverk manna. Gæti ég höfðað mál?

Ég veit að það eru alls kyns svokallaðar Fair Use klásur sem gilda t.a.m. með tilvitnanir og annað. Geta þeir falið sig í skjóli þess?

Hvernig sem lagaleg staða mín varðandi höfundarétt á efninu á þessari síðu kann að vera, þá finnst mér það vera lágmarkskurteisi að biðja um leyfi fyrir birtingu, sérstaklega þegar ég, höfundur umrædds efnis, bið sérstaklega um það á vefsíðu minni og vísa í viðkomandi skilaboð í HTML META-tagi á hverri einustu síðu þessa vefs.

<link rel="copyright" href="/about">

<meta name="copyright" content="© 1997-2008 Sveinbjorn Thordarson>

Ég veit að alls konar fjölmiðlar, þ.á.m. DV, gerðu það grimmt um tíma að birta færslur af íslenskum bloggum. Væntanlega hefur það verið ódýrara heldur en að fá jafnvel undanrennu blaðamannastéttarinnar til þess að framleiða texta. Arnaldur lenti t.d. í því að DV birti nöldrið hans um Google-rankið sitt miðað við hinn frægari Indriðason án þess að spyrja kóng né prest.

Birting efnis eftir mann sjálfan í skítasorpriti á borð við DV er auðvitað eins konar "character assasination" eða "defamation by association." Er það sem maður skellir á síðuna sína virkilega undir miskunn óprúttinna blaðamanna komið?

Það væri gaman að fá að vita hver sé staða manns í þessum málum. Ef til vill geta einhverjir af þeim skítugu lögfræðingum sem lesa þessa síðu frætt mig um það?


7 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 25.5.2008 kl. 18:03
Sindri

Ég keypti mér Viðskiptablaðið en verð að segja það að ég tók ekki eftir þessu fyrr en ég fletti því í annað sinn.

Ég myndi nú ekki vera að gera eitthvað mál úr þessu. Þetta var einhver ómerkileg bloggfærsla en ekki eitthvert svakalegt "verk" :). Auk þess vísa þeir í heimasíðuna sveinbjorn.org.

Mér finnst að blaðamönnum ætti að vera óhætt að birta bloggfærslur sem birtast á netinu svo lengi sem tilvísunin sé rétt en ekki eiga yfir höfði sér málsókn frá móðursjúkum námsmönnum sem eru á móti öllu. ;)

(Broskarlarnir eru settir þarna inn svo þú haldir ekki að ég sé að meina of mikið af því sem ég segi :) ... þessi líka)

Steinn | 25.5.2008 kl. 18:31
Steinn

Sindri, þú ert svo dúndrandi samkynhneigður að það nær engri átt :)

Sveinbjörn | 25.5.2008 kl. 19:36
Sveinbjörn

Sammála -- algjört fruitcake. :)

Sindri | 25.5.2008 kl. 19:44
Sindri

HAHA, er þetta það besta sem þið gátuð komið með :)

Aðalsteinn | 25.5.2008 kl. 23:21
Aðalsteinn

Ég held að þessi grein í Viðskiptablaðinu muni ráða úrslitum um það hvort við sækjum um aðild að ESB.

Sveinbjörn | 25.5.2008 kl. 23:46
Sveinbjörn

Klárlega.

Sveinbjörn | 26.5.2008 kl. 00:23
Sveinbjörn

By the way, hvað ertu að gera á neti Orkustofnunnar?