25.5.2008 kl. 14:14

Lenti í sama helvítis veseninu á leiðinni heim frá Kraká. Fyrst fann check-in daman mig ekki skráðan í flugið, og síðan ætluðu þeir ekki að hleypa mér inn í flugvélina þegar farþegar voru kallaðir um borð. Ég þurfti að halda langan fyrirlestur um bókstafinn Þ og hvernig nútíma tölvukerfi ættu oft í vandræðum með hann.

Það er alveg skandall hversu léleg ýmis bókunarkerfi á netinu eru hvað varðar sérstafi í nöfnum. Maður hefði haldið að fyrirtæki með viðskiptavini víðs vegar um heiminn sæju sér hag í að tryggja þægilegt aðgengi fyrir þá sem hafa sérkennileg nöfn. En það virðist ekki vera. Ég hef oft lent í því að reyna að panta mér eitthvað á netinu, og lent í vandræðum með að greiða með kreditkorti. Ef ég set inn "Sveinbjörn Þórðarson" sem nafn, þá fæ ég villumeldinu um "Illegal characters in field" eða eitthvað álíka. Setji ég inn "Sveinbjorn Thordarson", anglíseruðu útgáfuna af nafninu mínu, þá fæ ég villu um að kreditkortið sé ekki skráð á þetta nafn.

Það er síðan mjög pirrandi -- og bætir ekki úr málum -- að anglíseraða útgáfan af nafninu mínu í vegabréfinu mínu er "Sveinbjoern Thordarson", þar sem ö-ið verður að "oe". Mér hefur alltaf þótt þetta bæði asnalegt og ljótt, og nota því alltaf o en ekki oe í stað ö. Þetta leiðir líka stundum til vandræða á flugvöllum.

Ég ætti að breyta nafninu mínu í John Doe. Þá get ég allavega flogið milli landa án þess að vera áreittur af ignórant flugvallastarfsfólki.


2 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Halldór Eldjárn | 25.5.2008 kl. 19:15
Halldór Eldjárn

John Doe = Jón Dö?

Dagur | 26.5.2008 kl. 16:57
Dagur

Eru þeir sem heita John Doe ekki alltaf drepnir í gríð og erg? Mér skilst að líkhús í Bandaríkjunum séu yfirfull af þeim, allavega samkvæmt sumum löggusjónvarpsþáttum.