11.5.2008 kl. 15:12

Hlutfallslegt verðlag á áfengi og tóbaki 2006.

afengi tobak kostnadur

22 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Brynjar | 11.5.2008 kl. 16:29
Brynjar

Eins og þetta graf sýnir þá eru lífsgæði á balkanskaga klárlega með þeim mestu í heimi.

Þetta gæti líka verið luralegt áróðursbragð til að lokka okkur inn í evrópusambandið með því að lofa okkur ódýrum bjór.

Sveinbjörn | 11.5.2008 kl. 18:25
Sveinbjörn

Ég held að ef eitthvað gæti fengið mig til að vilja Ísland inn í ESB þá væri það lægra bjórverð.

Hugi | 12.5.2008 kl. 16:51
Hugi

En ekki fjárhagslegur stöðugleiki, ay? Oh well - persónulega langar mig aðallega í Evrópusambandið vegna þess að ég veit að það mundi pirra Davíð.

Sveinbjörn | 12.5.2008 kl. 17:34
Sveinbjörn

Það er jafnvel enn betri ástæða ;)

Sveinbjörn | 13.5.2008 kl. 21:02
Sveinbjörn

Btw, Hugi, þú ættir að senda á mig nýja mynd, eftir að þú varðst svona grannur og myndarlegur ;)

Doddi | 13.5.2008 kl. 07:37
Doddi

ESB verður búið að liðast í sundur eftir 15 ár.

Sveinbjörn | 13.5.2008 kl. 13:50
Sveinbjörn

Það efast ég stórlega um -- en auðvitað er meining þín háð því hvað þú átt við með "liðast í sundur"...

Doddi | 13.5.2008 kl. 15:20
Doddi

Skoðaðu bara muninn á spreadunum á ríkisskuldabréfum mismunandi aðildarlanda, oft hátt í 100 punktar. Það eru einhverjir farnir að veðja á það að t.d. Spánn og Ítalía detti út.

Þýskaland stendur fyrir einum þriðja allrar framleiðslu ESB og evrópski seðlabankinn tekur að miklu leyti mið af hagsmunum þess lands og efnahagsástandinu þar. Og þá tillit til vandamála sem eru ekki fyrir hendi annars staðar, og öfugt.

It ain't gonna hold.

Sveinbjörn | 13.5.2008 kl. 20:46
Sveinbjörn

Vandamálið við hagfræði er að hún er miserable sem "predictive science". Ég prumpa á dómsdagsspáir þínar.

Ef það kemur í ljós að þú hefur rétt fyrir þér þá máttu hlæja að mér, en að sama skapi þá krefst ég amóta rétts.

Magnus | 13.5.2008 kl. 21:40
Magnus

Ég fæ ekki séð að þetta sé rétt ef þú ert að tala um GDP þegar þú talar um framleiðslu.

Sjá samantekt:
http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_GDP_(nominal)

Ég efast líka um að ítalir séu að fara að taka lírum fagnandi...

Sveinbjörn | 13.5.2008 kl. 21:47
Sveinbjörn

Ég veit að Þýskaland ber ábyrgð á afar stórum hluta af útflutningi ESB. En þeir eru ekki 33% af GDP evrusvæðisins, fjandinn hafi það!

Doddi | 14.5.2008 kl. 10:07
Doddi

Þetta var illa sett fram hjá mér, auðvitað átti ég við útflutning.

Lönd þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði til að mega nota evruna, t.d. um verðstöðugleika og stöðugleika í opinberum fjármálum.

Ein peningastefna fyrir svo stórt svæði hefur í för með sér margvísleg vandamál, þar sem efnahagsleg vandamál aðilarríkja eru mismunandi. Þýskaland hafa mikil áhrif á framkvæmd peningastefnunnar innan ESB vegna mikilvægis síns, og þeir leggja höfuðáherslu á verðstöðugleika. Þess vegna hafa vextir lækkað mun minna en t.d. í Bandaríkjunum á undanförnum mánuðum. Afleiðingin er sú að evran hefur styrkst mikið sem gerir útflutningi evruríkjanna erfitt um vik. Frakkar hafa t.d. kvartað mikið yfir þessu og vilja láta verðstöðugleikann víkja, þvert á vilja Þjóðverja.

Þetta er ekki spurning um hvort þessi lönd sem ég nefndi sem vilji taka upp sinn gamla gjaldmiðil aftur eða ekki. Á Spáni er nokkur efnahagslægð til dæmis fyrirsjánleg, og Ítalía, well, er Ítalía með sitt stagnant og spillta kerfi.

Munurinn á ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa mismunandi aðilarríkja ESB endurspeglar meðal annars væntingar markaðarins og fjárfesta um efnahagsframvindu þeirra. Væntur pólitísk áhætta getur gefið tilefni til mismunandi hás álags.

Þegar spread milli ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa mismunandi aðildarríkja fer að nálgast 100 punkta, sem er athyglisvert í ljósi þess að þau eru gefin út í sama gjaldmiðli, þá eru menn að búast við einhverjum sviptingum.

Ég veit að þú ert vantrúaður á hagfræði Sveinbjörn. Spálíkön gera enda oft ekki ráð fyrir hinu óvænta, enda verður aldrei hægt að sjá fyrir hegðun fólks fullkomlega. Aldrei.

Þetta hér að ofan er hins vegar fundamental analýsa sem þarf enga stærðfræðikunnáttu eða aðhvarfsgreiningar til að skilja.

Doddi | 14.5.2008 kl. 21:00
Doddi

Fokk hvað ég er awesome.

Sveinbjörn | 14.5.2008 kl. 21:58
Sveinbjörn

Já, hógvær líka ;)

Arnaldur | 13.5.2008 kl. 14:34
Arnaldur

Ódýr bjór og sígó, réttlætir í mínum hug aðeild að hvaða ríkjasambandi sem er og hverskonar brot á mannréttindum, eða lýðræðislegum sjónarmiðum.

Persónulega myndi ég styðja það að Ísland yrði hluti af Burma ef það myndi trappa niður bjór- og sígóverðið.

Hugi | 13.5.2008 kl. 16:51
Hugi

Sammála. Ísland í Burma - herinn burt!

Gunni | 13.5.2008 kl. 18:13
Gunni

Burma er skítapleis, gerum Ísland að nýlendu Burkina Faso. Lútum stjórn Ouagadougu.

Sveinbjörn | 13.5.2008 kl. 20:42
Sveinbjörn

Mér hefur alltaf þótt Úgadúgú frábært nafn á borg. Það undirstrikar alla hefðbundnu fordóma Evrópubúa um "barbarana" sem búa annars staðar á hnettinum. *Úggabúggabúgg*

Gunni | 14.5.2008 kl. 05:17
Gunni

precisely ;)

Halldór Eldjárn | 20.5.2008 kl. 17:55
Halldór Eldjárn

Það er óhollt að reykja.

Sveinbjörn | 21.5.2008 kl. 05:38
Sveinbjörn

Passaðu þig, eða þú munt komast að því hvers heilsuspillandi það er að benda reykingafólki á slíkt ;)