9.5.2008 kl. 02:16

Ég var að ljúka við að lesa L'homme machine eftir franska heimspekinginn og lækninn Julien Offray de La Mettrie, sem tók hugmynd Descartes um að dýr væru í raun eins konar kjöt-vélmenni og yfirfærði hana yfir á menn. Mér þótti eftirfarandi frásögn afar merkileg, en þarna er La Mettrie að koma með gögn til stuðnings þeirri tilgátu sinni að líkami og sál séu í raun eitt og hið sama vélræna fyrirbærið:

A drunken soldier cut off with one stroke of his sabre an Indian rooster's head. The animal remained standing, then walked, and ran: happening to run against a wall, it turned around, beats its wings still running, and finally fell down. As it lay on the ground, all the muscles of this rooster kept on moving. That is what I saw myself, and almost the same phenomena can easily be observed in kittens or puppies with their heads cut off. [áherslur mínar]

Já, það er bara þannig. Mikið rosalega hlýtur maður að hafa þurft að vera kaldlyndur til þess að stunda heimspeki á 18du öld.


6 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Arnaldur | 9.5.2008 kl. 11:37
Arnaldur

Mjög fyndið hvað hann fer í elaborate detaljur um vofeiflegan dauðdaga indversku hænunnar (A drunken soldier etc.), en dembir svo bara hvolpa/kettlinga aftökum fram eins og ekkert sé eðlilegra.

Ég hefði haldið að þessu ætti að vera öfugt farið.

Arnaldur | 9.5.2008 kl. 11:42
Arnaldur

...og já, áður en þið missið ykkur, þá ERU hænur mun ómerkilegri dýr en hundar og kettir. Chickens... Bloody waste of space.

Nafnlaus gunga | 9.5.2008 kl. 14:08
Unknown User

http://images.google.is/images?q=chicken+farm

Þokkalega góð nýting á plássi ef þú spyrð mig. Örugglega talsvert meira kjöt á fermeter en ef þú værir með hunda eða kattabú. Þú segir þetta líklega bara vegna þess að þú hefur aldrei stofnað til náins persónulegs sambands við hænsni eða ert forfallinn hunda- og kattakjötssælkeri.

Brynjar | 9.5.2008 kl. 14:09
Brynjar

gleymdi að kvitta...

Magnus | 9.5.2008 kl. 18:10
Magnus

Nú getur maður loksins réttlætt vísindaleiðangur upp í kattholt.

Sveinbjörn | 11.5.2008 kl. 15:02
Sveinbjörn

Þú getur byrjað á geðbilaða kettinum þínum, Maggi.