17.4.2008 kl. 18:37

Ég var að fara í gegnum gamlar skrár á tölvunni minni, sumar þeirra frá því í kringum 1996-1997 sem hafa fylgt mér öll þessi ár, og þá gjarnan í einhverju hrikalega gömlu Word sniði. Innan um gamlar jarðfræði- og íslenskuritgerðir úr menntaskóla, og uppköst af gömlum heimasíðum í atrocious HTML sniði rakst ég á nótur fyrir píanóverk sem ég samdi sem unglingur og hafði alveg steingleymt. Ég prentaði þær út sem snöggvast, fór niður í skóla og spilaði þær inn á upptöku, sem þið getið heyrt hér:

Þetta er auðvitað voða einfalt, en það kom mér samt á óvart hvað þetta er annars ágætis stef.


9 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

dolli | 18.4.2008 kl. 07:45
dolli

Gott stöff maður. Mér fanst þetta hljóma kunnulega. Ég held allveg örugglega að þú hafir spilað þetta fyrir mig þá. Þú varst líka með annað geðveikt flott lag sem var með veikt mikið af annaðhvort D moll eða D dúr held ég.

Sveinbjörn | 18.4.2008 kl. 15:45
Sveinbjörn

Þú ert væntanlega að tala um lagið sem ég samdi þegar ég bjó úti í Oxford vor herrans árið 1996? Hahaha, það var rosa einfalt, ég skal taka það upp og henda því inn.

Sveinbjörn | 18.4.2008 kl. 17:38
Sveinbjörn

Hér kemur það. Var það ekki þetta lag sem þú meintir?http://sveinbjorn.org/html/musicplayer.swf?song_url=http://sveinbjorn.org/html/moondust.mp3&song_title=Lag&player_title=sveinbjorn.org MP3 player">http://sveinbjorn.org/html/musicplayer.swf?song_url=http://sveinbjorn.org/html/moondust.mp3&song_title=Lag&player_title=sveinbjorn.org MP3 player" />

Dolli | 21.4.2008 kl. 01:57
Dolli

Það var akurat þetta lag sem ég var að tala um. Þótt það það sé soldið repeative þá fíla ég það í mjög vel sérstaklega, á 23 og 46 sekúndu.

Sveinbjörn | 24.4.2008 kl. 21:33
Sveinbjörn

Þetta er rosa einfalt dót, skiptir bara milli D-moll og C-dúrs.

Grímur | 18.4.2008 kl. 15:42
Grímur

Hm... Það er eitthvað svona Yann Tiersen bragð af þessu...
Alls ekki slæmt.

Sveinbjörn | 18.4.2008 kl. 15:46
Sveinbjörn

Já þú segir nokkuð. Annars predate-ar þetta Amelie um svona 5-6 ár :D

Grímur | 23.4.2008 kl. 13:35
Grímur

Já, en á móti kemur að Amelie var ekki það fyrsta sem Yann Tiersen gerði og eins spratt hann ekki úr tómarúmi... :)

Sveinbjörn | 24.4.2008 kl. 21:30
Sveinbjörn

Nei einmitt, pointið mitt verandi að það var ekkert "influence" frá honum, þar sem ég hafði aldrei heyrt neitt eftir hann á þeim tíma, og vissi ekki einu sinni hver hann var ;)