17.4.2008 kl. 05:02

Í tölvuleiknum Civilization IV, þá leyfir uppfinningin "Communism" manni að skipta yfir í "State Property" stillinguna sem Economy Civic. State Property stillingin leiðir til minni viðhaldskostnaðar á borgum, og borgir fá +1 í mat fyrir hvern reit með Farm. Þetta er alveg fáránlegt. Ríkisrekni landbúnaður Sovétríkjanna var algjör disaster -- svo óskilvirkur að fólk var sveltandi áratugum saman, og Sovétmenn þurftu að kaupa korn af Bandaríkjunum til þess að brauðfæða íbúana.

civ4 civics

27 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Gunni | 17.4.2008 kl. 07:17
Gunni

“If we’ve learnt anything in the last thousand miles of retreat it’s that Soviet agriculture is in dire need of mechanisation."

Sveinbjörn | 17.4.2008 kl. 19:31
Sveinbjörn

"Sickle? What's so good about a sickle?"

Aðalsteinn | 17.4.2008 kl. 09:46
Aðalsteinn

Þetta meikar alveg sens. Í sovétríkjunum úthlutuðu yfirvöld borgarbúum litlum landskika fyrir utan borgina til að þeir gætu sjálfir ræktað handa sér mat og hættu að halda við borgunum...

Sveinbjörn | 17.4.2008 kl. 18:18
Sveinbjörn

Já, en pointið er að matvælaframleiðsla hækkar í heildina mjög mikið við að skipta yfir í State Property civic-ið. Þ.e.a.s. maður notar það civic ef maður vill að íbúatalan sín hækki -- á kostnað viðskiptalífsins. ÞAÐ meikar ekki sense, þar sem hvorki landbúnaður né viðskiptalíf þreifst í Sovétríkjunum.

Aðalsteinn | 17.4.2008 kl. 23:50
Aðalsteinn

En hverjir eru ókostirnir við slíka stillingu?

Sveinbjörn | 18.4.2008 kl. 02:02
Sveinbjörn

Það eru engir ókostir per se, nema auðvitað að þú missir af kostunum við hinar stillingarnar: merkantílismi gefur þér aukna framleiðslu í heimaborgum, free market stefna færir þér fleiri trade routes (og þ.a.l. meira commerce), etc.

Magnús | 17.4.2008 kl. 18:03
Magnús

Frá sjónarmiði töluleikjaframleiðanda verður líka að segjast að stjórnarform sem gefur bara mínusa er ekki alveg að gera sig.

"Congratulations, you now have Communism!"
*Causes instant economic collapse. For every military unit produced you sacrifice 5% population.*

Sveinbjörn | 17.4.2008 kl. 18:19
Sveinbjörn

Ég var einmitt að spá í því -- ef "kostir" State Property civicsins endurspegluðu raunveruleikann, þá myndi enginn spilari vilja vera með það :)

Sveinbjörn | 18.4.2008 kl. 02:04
Sveinbjörn

Btw, notarðu ekki Safari, Maggi?

Magnús | 18.4.2008 kl. 19:02
Magnús

Ég nota firefox frekar á windows þar sem ég hef lent í vandræðum með Safari ef vélin sleepar bæði á Vista og XP.

I blame windows.

Sveinbjörn | 18.4.2008 kl. 19:06
Sveinbjörn

Hefurðu skoðað nýjasta CSS supportið í Safari? Styður animations, rounded corners og alls kyns annars konar CSS3 goodness. A web designer's wet dream, I tell you...

Einar Örn | 18.4.2008 kl. 20:51
Einar Örn

Ég setti upp Safari 3 á XP vélinni sem ég neyðist til að nota í vinnunni. Hann er alveg lightning fast (amk miðað við IE og Firefox (þó FF3 beta 5 sé mjög sprækur)), en hann hrynur allt of oft til að það sé ásættanlegt :-/

Sveinbjörn | 18.4.2008 kl. 20:55
Sveinbjörn

Hmm...stability issues. Ekkert þannig hjá mér í Leopard. Safari á Mac OS X er að mínu mati orðinn lang mest impressive vafrinn í boði þessa dagana.

Einar Örn | 18.4.2008 kl. 20:58
Einar Örn

For the record: Ég nota ekkert nema Safari á heimavélinni minni (sem keyrir Leopard), og gæti ekki verið ánægðari.

Einar Örn | 17.4.2008 kl. 21:44
Einar Örn

Nema bara Sid Meier sé krati/kommi

Sveinbjörn | 18.4.2008 kl. 02:03
Sveinbjörn

krati?

Aðalsteinn | 18.4.2008 kl. 20:03
Aðalsteinn

Ég er ekki viss um að hægri menn kunni að greina þarna á milli.

Sveinbjörn | 18.4.2008 kl. 20:04
Sveinbjörn

Já, í dag eru menn annaðhvort góðir og þægir toe-the-party-line-and-privatise-it neoliberals eða skítugir kommar. I blame economists. ;)

Einar Örn | 18.4.2008 kl. 20:50
Einar Örn

Þetta var nú sett fram í gríni, enda eru viðbrögð manna oft hressileg þegar maður setur jafnaðarmerki milli krata og komma. You nailed it ;-)

Sveinbjörn | 18.4.2008 kl. 22:20
Sveinbjörn

By the way, Einar, ég var að lesa bók sem þú ættir að kíkja á: Enlightenment's Wake, eftir John Gray. Hún er með býsna brútal gagnrýni á núverandi ástand analýtískrar stjórnspeki, og hittir oft í mark.

Einar Örn | 18.4.2008 kl. 22:37
Einar Örn

Takk fyrir ábendinguna, skelli henni í næstu pöntun. Miðað við 'Synopsis" á Amazon er ég a) farinn að hlakka til að kíkja í heimsókn til Edinborgar og spjalla aðeins við þig, og b) nokkuð viss um að þú hafir mig fyrir rangri sök í hugmyndafræðinni

Sveinbjörn | 18.4.2008 kl. 22:42
Sveinbjörn

Ég hef þig nú ekki fyrir neinni sök, held ég :). En ég veit að þú stúderaðir Nozick og Rawls eins og ég, en þeir tilheyra báðir liberal stjórnspekihefðinni sem Gray bókstaflega tætir í sig.

Þórir Hrafn | 19.4.2008 kl. 18:24
Þórir Hrafn

Það er vissulega rétt Sveinbjörn með EW þetta er alveg þrusu bók.

Kv. Þórir Hrafn

Gunni | 20.4.2008 kl. 06:23
Gunni

Djöfull er þetta thread system eitthvað... confusing.

Sveinbjörn | 20.4.2008 kl. 18:43
Sveinbjörn

Já, það er alveg ótrúlega confusing að svar við einhverju birtist indented fyrir neðan það. Truly quixotic.

Einar Jón | 25.4.2008 kl. 15:37
Einar Jón

Var að spá í þetta kommentakerfi. Það er ekki beint confusing, en að ofan (Þórir á 8. level) er indent-ið komið ansi langt inn.

Hefurðu prófað hvernig það lítur út ef indentið er minna, en kommentið kemur innan í kassa kommentsins sem verið er að svara? Það er að segja ef það er ekki of mikið vesen að skilgreina það í CSS.
Það er kannski hörmung, en mætti skoða...

Sveinbjörn | 26.4.2008 kl. 16:13
Sveinbjörn

Ég hugleiddi að gera þetta eins og nýja Slashdot engine-in, en fannst það hallærislegt að hafa comment-svar innan í commentinu sjálfu. Mér finnst þetta ekkert confusing, og það er ekkert að marka Gunna. Hann er fyllibytta og ruglast við einföldustu hluti :)

Massív indentation er auðvitað aldrei kúl, en það að setja hana innan encompassing kassa gerir hana svosem ekkert betri.