Ég loggaði mig inn á Amazon í dag til að panta mér bækur, og þá sá ég eins og oft áður skilaboðin "We Have Recommendations For You, Sveinbjorn!". Ég smellti á hlekkinn, og hvað ætli hafi komið upp?

communist manifesto

Ég veit ekki hvaða kaupvenjur mínar hafa fengið associative gagnagrunnsuppflettingar Amazon til þess að reikna það út að ég hefði áhuga á kommúnistaávarpi Marx og Engels....ætti ég að vera ánægður?


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 18.4.2008 kl. 23:49
Sindri

Ég veit það ekki en ég á þessa bók og hef reynt að lesa hana alla en því miður þá er það ekki hægt....

Grétar | 24.4.2008 kl. 11:53
Grétar

Ég komst nú í gegnum þessa, en alls ekki í gegnum Das Kapital þó ég hafi reynt.

Sindri | 24.4.2008 kl. 12:56
Sindri

Já, málið er að ég á þetta rit og das kapital í einni bók...svo sem hægt að lesa þetta en das kapital er ekki skemmtilegt til aflestrar.

Sveinbjörn | 24.4.2008 kl. 19:49
Sveinbjörn

Kommúnistaávarpið er nú býsna light reading as far as Marx goes -- í grófum dráttum áróðurspistill með siðaboðskap. Töluvert viðráðanlegri heldur en endalaus umræða um hvernig kapítalistar henda tómötum, eins og finna má í bógus-hagfræðinni í Auðmagninu.