17.3.2008 kl. 10:37

Enska tungan er merkilega sjálfri sér ósamkvæm. Menn sem leggja stund á fræði á borð við 'biology', 'sociology' og 'gynecology' bera starfsheitin 'biologist', 'sociologist' og 'gynecologist'. En ef maður leggur stund á guðfræði, 'theology', þá er maður 'theologian'. Og hlutirnir verða enn verri. Heimspekingur er 'philosopher', en læri menn guðspeki - 'theosophy' - þá eru þeir ekki 'theosopher', heldur 'theosophist'.


13 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Arnaldur | 18.3.2008 kl. 01:04
Arnaldur

Theosophistry...

Sveinbjörn | 19.3.2008 kl. 17:45
Sveinbjörn

Well, that IS what it boils down to, after all...

Þórdís | 19.3.2008 kl. 00:32
Þórdís

Metaphysician

Sveinbjörn | 19.3.2008 kl. 00:57
Sveinbjörn

Hef oft spáð í hversu fáránleg það orð er. Hljómar eins og maður sé second-rate læknir ;)

Þórdís | 19.3.2008 kl. 01:32
Þórdís

Nei maður hlýtur annaðhvort að vera

læknir sem læknar lækna

eða

læknir sem læknar meta-sjúkdóma....

Sveinbjörn | 19.3.2008 kl. 03:45
Sveinbjörn

Án þess að hafa þinn klassíska bakgrunn, þá veit ég að þetta er gríska μετά = "e-ð sem kemur á eftir", "eitthvað sem er handan". Við þekkjum bæði hvaða metaphysics kemur -- af röðun Andróníkusar á bókum Aristótelesar, með frumspeki aristótelesar á eftir fýsikinni hans. Þ.a.l. er meta-physician sá sem kemur á eftir physician, þ.e.a.s. gaur sem fylgir lækninum. Það er allavega mín tesa. ;)

Þórdís | 19.3.2008 kl. 17:13
Þórdís

Já en forskeytið hefur tekið á sig sjálfstætt líf eftir það. Ég var að vísa til notkunar eins og í "metalanguage": tungumál sem talar um annað tungumál.

Sveinbjörn | 19.3.2008 kl. 17:42
Sveinbjörn

Uss, módern notkun. Öll orðnotkun eftir 1. öld f.k. er auðvitað argasti barbarismi -- í orðsins fyllstu og bókstaflegustu merkingu. Það er ekki hægt að treysta okkur germönsku villimönnunum hvað tungumál snertir.

Þórdís | 19.3.2008 kl. 18:43
Þórdís

Haha!

Ég skal taka það til greina ef þú getur sagt það án þess að nota nein orð sem eru yngri en 2000 ára.

Sveinbjörn | 19.3.2008 kl. 22:42
Sveinbjörn

Ugh, agh arghala urgh. Urghu urghudurg hurghuh 1. ughuru agh nurgle durgh burghuhurg -- igh orgafurg furghu egh bulgufurgh murgah. Nur hurfur durghu turdugh gurmuhnu burbur hur sprughu ahurburh!

Hah! Beat that, þetta er hellisbúamál og rekur rætur sínar aftur til ísaldar.

Sveinbjörn | 19.3.2008 kl. 22:52
Sveinbjörn

Eða, alternately, tilraun mín til að latínísera þetta:


O, utilitia moderna! Omnia utilitia verba post prima cento annum ante Christum barbarus est -- in verbum veritas et sententia literalis. Non potest barbarem Germaniae credere in lingua.

Sjitt hvað ég er búinn að steingleyma allri latnesku málfræðinni úr MR. Vil samt meina að þetta hafi nú ekki verið alslæmt. Ég held að nafnorðin og sagnirnar séu meira og minna réttar.

Eiki | 19.3.2008 kl. 01:57
Eiki

Þið kunnið bara ekki að meta fýsík.

Sveinbjörn | 19.3.2008 kl. 03:47
Sveinbjörn

Og þú, Eiki, fílar bara ekki sófíu.