5.3.2008 kl. 02:10

Fyrir tæplega ári síðan skrifaði ég færslu um hversu mikið mbl.is vefurinn sökkar frá sjónarhóli lean, mean, parsimonious, efficiency-obsessed vefforritara, og benti á að vefurinn notar 103 HTTP beiðnir við það eitt að hlaða forsíðuna.

Síðan þá hefur vefurinn verið uppfærður, útlitinu breytt og eitthvað hreinsað til í þessu rugli, en helvítið er enn 87 HTTP beiðnir. 87 beiðnir er alveg sjúklega mikið. Forsíðan á sveinbjorn.org er yfirleitt á bilinu 7-10 HTTP beiðnir. Vefurinn hans Árna er langt frá því að vera parsimonious eða bare-bones -- þar er sífellt mikið af myndum og tenging yfir í Flickr banner og alls kyns annað glingur. Samt er sá vefur ekki nema 28 HTTP beiðnir. Yahoo portal vefurinn er pakkaður af alls kyns drasli: 34 beiðnir. BBC vefurinn er 28 beiðnir.

Hvað er eiginlega að hjá gaurunum sem smíða mbl.is? Þeir ættu að skammast sín.