4.3.2008 kl. 04:48

Ein mesta bylting sem átt hefur sér stað í netheimum undanfarin ár er án efa tilkoma Flash video á vefum á borð við YouTube. Vídeó á netinu komst einhvern veginn aldrei almennilega af stað fyrir YouTube sökum þess að alls kyns lokaðir staðlar á borð við QuickTime, Windows Media og RealMedia börðust um markaðinn. Opni Flash-staðallinn keyrir á öllum helstu vöfrum, á öllum helstu stýrikerfum, og krefst ekki að menn sæki aukabúnað í vafrann sinn. Þetta var það sem þurfti til þess að koma hlutunum í gang. Í dag á hreyfimyndefni mikla hlutdeild í almennri vefnotkun. Það er því gott að lesa að YouTube er að fara að bjóða upp á myndefni í hærri gæðum.


1 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Logi Helgu | 9.3.2008 kl. 22:29
Logi Helgu

Ég er alltaf jafn þakklátur þegar einhvern bendir mér á eitthvað sem nýtist mér á internetinu ;)