3.2.2008 kl. 01:13

Ég er eins og stendur í París. Fór í gær í Panþeón grafhvelfinguna og vottaði Rousseau, Voltaire og Condorcet virðingu mína. Ég myndi setja upp myndir ef arakkis væri ekki svona illa haldinn.

Talandi um Condorcet, ég var að lesa Esquisse d’un tableau historique des progrès de l’esprit humain í gær í enskri þýðingu, en það er frábærlega skemmtilegt verk -- alveg painfully bjartsýnt miðað við að það var skrifað af manni sem var eftirsóttur af ógnarstjórn Robespierre fyrir að vilja afnema þrælahald, mennta alþýðuna og gefa konum kosningarétt.